Innbrotsþjófur skríðandi hinn rólegasti um húsið Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2018 14:38 Þjófurinn skreið um húsið eins og snákur. Hjónunum finnst sem það sé skítugt eftir þessa óvelkomnu heimsókn. „Gott að vera með svona græju sem nær myndum af þrjóti sem þessum en óhugnanlegt að sjá innbrotsþjófa skríða um gólfin heima hjá sér. Þetta er nauðgun á heimilinu, manni finnst það skítugt eftir,“ segir Freysteinn G. Jónsson fyrrverandi flugmaður íbúi við Rauðgerði í Reykjavík. Freysteinn var staddur í Bandaríkjunum þá er Vísir ræddi við hann. Eiginkona hans Björg Magnúsdóttir birti myndir af innbrotsþjófinum á Facebooksíðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli og nokkurn óhug.Skreið hinn rólegasti um húsið Þau hjónin eru með öryggismyndavél í húsi sínu og brá illilega í brún þegar þau sáu innbrotsþjóf athafna sig hinn rólegasti í húsi þeirra. Freysteinn á myndbandsupptöku af þjófinum og myndir. Freysteinn tilkynnti innbrotið til lögreglu sem kom á staðinn í gærkvöldi og gerði þá vettvangskönnun og skýrslu. Freysteinn hefur ekkert heyrt í þeim síðan og gerir ekkert frekar ráð fyrir því að þeir nái í skottið á þessum þrjóti þó þeir hafi dreift myndum af honum innan sinna raða.Innbrotsþjófurinn var hinn rólegasti og var í um hálftíma að athafna sig á heimilinu.Þjófurinn var hinn rólegasti, skreið um gólf og lét greipar sópa. Að sögn Freysteins var allt á rúi og stúi í húsinu en þjófurinn var einkum á höttunum eftir skartgripum, úrum og einhverju því sem hann gæti borið með sér á brott. Hann leit ekki við stærri hlutum svo sem sjónvarpi eða öðrum tækjum.Kannaði aðstæður í hverfinu „Það er gott nágrannaeftirlitið í Rauðagerðinu þar sem við búum, fólk er að fylgjast með og vitað er ef einhver er ekki heima í einhvern tíma. Fólk þekkist ágætlega,“ segir Freysteinn. Nágrannakona hans hafi tekið eftir ungum manni á vappi um hverfið, sem var eins klæddur og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hún sá hann taka í hurðarhún frístundaheimilis þarna í hverfinu þannig að hann hefur verið að kanna álitlega staði. „Svo hefur hann látið til skara skríða þegar hann áttaði sig á því að það var enginn heima. Þjófavarnakerfið fór í gang en hann beið bara þar til slokknaði á því og svo fór hann skríðandi um húsið. Hann virðist hafa getað athafnað sig í hálftíma. Líklega er hann að skríða til að vera undir geislum skynjaranna í þjófavörninni. En, myndavélin mín tók mynd af honum þarna í stofunni. Hann er ekkert að flýta sér, liggur þarna á gólfinu og er hinn rólegasti að virða fyrir sér aðstæður.“ Þjófurinn lét til sín taka inni á baðherbergi, inni í svefnherbergi en að sögn Freysteins eru engar alvarlegar skemmdir á húsinu sjáanlegar. Þau hjónin eru væntanleg til landsins á miðvikdagsmorgun og þá verður það skoðað betur. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Gott að vera með svona græju sem nær myndum af þrjóti sem þessum en óhugnanlegt að sjá innbrotsþjófa skríða um gólfin heima hjá sér. Þetta er nauðgun á heimilinu, manni finnst það skítugt eftir,“ segir Freysteinn G. Jónsson fyrrverandi flugmaður íbúi við Rauðgerði í Reykjavík. Freysteinn var staddur í Bandaríkjunum þá er Vísir ræddi við hann. Eiginkona hans Björg Magnúsdóttir birti myndir af innbrotsþjófinum á Facebooksíðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli og nokkurn óhug.Skreið hinn rólegasti um húsið Þau hjónin eru með öryggismyndavél í húsi sínu og brá illilega í brún þegar þau sáu innbrotsþjóf athafna sig hinn rólegasti í húsi þeirra. Freysteinn á myndbandsupptöku af þjófinum og myndir. Freysteinn tilkynnti innbrotið til lögreglu sem kom á staðinn í gærkvöldi og gerði þá vettvangskönnun og skýrslu. Freysteinn hefur ekkert heyrt í þeim síðan og gerir ekkert frekar ráð fyrir því að þeir nái í skottið á þessum þrjóti þó þeir hafi dreift myndum af honum innan sinna raða.Innbrotsþjófurinn var hinn rólegasti og var í um hálftíma að athafna sig á heimilinu.Þjófurinn var hinn rólegasti, skreið um gólf og lét greipar sópa. Að sögn Freysteins var allt á rúi og stúi í húsinu en þjófurinn var einkum á höttunum eftir skartgripum, úrum og einhverju því sem hann gæti borið með sér á brott. Hann leit ekki við stærri hlutum svo sem sjónvarpi eða öðrum tækjum.Kannaði aðstæður í hverfinu „Það er gott nágrannaeftirlitið í Rauðagerðinu þar sem við búum, fólk er að fylgjast með og vitað er ef einhver er ekki heima í einhvern tíma. Fólk þekkist ágætlega,“ segir Freysteinn. Nágrannakona hans hafi tekið eftir ungum manni á vappi um hverfið, sem var eins klæddur og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hún sá hann taka í hurðarhún frístundaheimilis þarna í hverfinu þannig að hann hefur verið að kanna álitlega staði. „Svo hefur hann látið til skara skríða þegar hann áttaði sig á því að það var enginn heima. Þjófavarnakerfið fór í gang en hann beið bara þar til slokknaði á því og svo fór hann skríðandi um húsið. Hann virðist hafa getað athafnað sig í hálftíma. Líklega er hann að skríða til að vera undir geislum skynjaranna í þjófavörninni. En, myndavélin mín tók mynd af honum þarna í stofunni. Hann er ekkert að flýta sér, liggur þarna á gólfinu og er hinn rólegasti að virða fyrir sér aðstæður.“ Þjófurinn lét til sín taka inni á baðherbergi, inni í svefnherbergi en að sögn Freysteins eru engar alvarlegar skemmdir á húsinu sjáanlegar. Þau hjónin eru væntanleg til landsins á miðvikdagsmorgun og þá verður það skoðað betur.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira