Ný fjársjóðsleit á hverju hausti Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Tvenn ísgöng fundust í Breiðamerkurjökli í fyrra. Mennirnir tveir á myndinni eru staddir í öðrum þeirra og virka agnarsmáir í stórbrotinni náttúru. Fleiri myndir má sjá á nýjum vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Vísir/Haukur Náttúra „Það er alveg ótrúlega gaman að leita og finna þessa hella. Þetta er eins og að fara í veiðiferðir eða fjársjóðsleit á hverju hausti þegar þarf að finna þá aftur eftir sumarið,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson, ferðaþjónustufrömuður á Hofsnesi í Öræfum. „Þeir hverfa margir yfir sumarið þegar jökullinn bráðnar kannski um 100 metra. Á sama tíma er áin kannski að bræða aðra útgáfu af hellinum inn úr jöklinum. Það er mjög spennandi að koma að hausti og sjá hvernig jöklarnir koma undan sumri,“ segir hann. Einar og Haukur Snorrason ljósmyndari fóru saman í ferð í Breiðamerkurjökul fyrir helgi. „Ég kalla þetta svæði fjársjóðseyjuna því þarna fann ég 2.000 ára gamlan viðarbút þegar ég fór fyrst í þessa hella,“ segir Einar. Þarna eru tveir stórir hellar sem Einar byrjaði að fara í á síðasta ári. „Ég fór fyrst í þá í fyrra. Það er vatnskerfi sem kemur út úr hellunum og niður í lónið. Það hafa horfið 100 metrar af hellunum sem ég komst inn í í fyrra. Þetta eru svo miklar breytingar ár frá ári,“ segir hann. Einar Rúnar hefur boðið upp á íshellaferðir fyrir ferðamenn í rúm 20 ár. „Ég er sá fyrsti til að bjóða þessar íshellaferðir hér á Suðausturlandi. Ég byrjaði árið 1996, en nú eru orðin eitthvað í kringum 20 fyrirtæki.“ Hann segir að sums staðar sé svo mikið af ferðamönnum að þeir séu næstum öxl við öxl. „Þetta er eiginlega eins og að vera við Seljalandsfoss að vera í þessum íshellum.“ Einar segir að það þurfi að ganga um þrjá kílómetra til að komast í fjársjóðshellana. „Í fyrra var ég sá eini sem fór þangað en í haust voru það fjórir til fimm hópar og núna eftir áramót eru þetta svona níu hópar. Þannig að á öðru ári er þessir hellar orðnir svolítið erfiðir að fara í með ljósmyndara,“ segir hann. Einar segir þeim sem bjóða hellaferðir hafa fjölgað gríðarlega undanfarið. Nú séu það um 20 fyrirtæki. „Ég er reyndar mjög hlynntur því að heimamenn hafi eitthvað að gera í þessu, en svo eru stór fyrirtæki úr Reykjavík með 20 til 30 brottfarir á dag,“ segir Einar. Að vísu sé þó ýmislegt sem bendi til þess að gullgrafaraæðið sé að taka enda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Náttúra „Það er alveg ótrúlega gaman að leita og finna þessa hella. Þetta er eins og að fara í veiðiferðir eða fjársjóðsleit á hverju hausti þegar þarf að finna þá aftur eftir sumarið,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson, ferðaþjónustufrömuður á Hofsnesi í Öræfum. „Þeir hverfa margir yfir sumarið þegar jökullinn bráðnar kannski um 100 metra. Á sama tíma er áin kannski að bræða aðra útgáfu af hellinum inn úr jöklinum. Það er mjög spennandi að koma að hausti og sjá hvernig jöklarnir koma undan sumri,“ segir hann. Einar og Haukur Snorrason ljósmyndari fóru saman í ferð í Breiðamerkurjökul fyrir helgi. „Ég kalla þetta svæði fjársjóðseyjuna því þarna fann ég 2.000 ára gamlan viðarbút þegar ég fór fyrst í þessa hella,“ segir Einar. Þarna eru tveir stórir hellar sem Einar byrjaði að fara í á síðasta ári. „Ég fór fyrst í þá í fyrra. Það er vatnskerfi sem kemur út úr hellunum og niður í lónið. Það hafa horfið 100 metrar af hellunum sem ég komst inn í í fyrra. Þetta eru svo miklar breytingar ár frá ári,“ segir hann. Einar Rúnar hefur boðið upp á íshellaferðir fyrir ferðamenn í rúm 20 ár. „Ég er sá fyrsti til að bjóða þessar íshellaferðir hér á Suðausturlandi. Ég byrjaði árið 1996, en nú eru orðin eitthvað í kringum 20 fyrirtæki.“ Hann segir að sums staðar sé svo mikið af ferðamönnum að þeir séu næstum öxl við öxl. „Þetta er eiginlega eins og að vera við Seljalandsfoss að vera í þessum íshellum.“ Einar segir að það þurfi að ganga um þrjá kílómetra til að komast í fjársjóðshellana. „Í fyrra var ég sá eini sem fór þangað en í haust voru það fjórir til fimm hópar og núna eftir áramót eru þetta svona níu hópar. Þannig að á öðru ári er þessir hellar orðnir svolítið erfiðir að fara í með ljósmyndara,“ segir hann. Einar segir þeim sem bjóða hellaferðir hafa fjölgað gríðarlega undanfarið. Nú séu það um 20 fyrirtæki. „Ég er reyndar mjög hlynntur því að heimamenn hafi eitthvað að gera í þessu, en svo eru stór fyrirtæki úr Reykjavík með 20 til 30 brottfarir á dag,“ segir Einar. Að vísu sé þó ýmislegt sem bendi til þess að gullgrafaraæðið sé að taka enda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira