Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 "Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna,“ segir formaður Afstöðu – félags fanga. Fjórir sálfræðingar starfa nú hjá Fangelsismálastofnun og skipta þremur stöðugildum. VÍSIR/VILHELM Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07