Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 "Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna,“ segir formaður Afstöðu – félags fanga. Fjórir sálfræðingar starfa nú hjá Fangelsismálastofnun og skipta þremur stöðugildum. VÍSIR/VILHELM Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07