Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 21:40 Aron Hannes, Áttan og Dagur Sigurðsson komust áfram í kvöld. Mummi Lú Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Þá kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að í ár verði ekkert svokallað „wild card“ í úrslitum, þ.e. eitt af þeim lögum sem ekki komust áfram á undankvöldunum. Kvöldið var spennuþrungið, enda settu tæknilegir örðugleikar strik í reikninginn strax í byrjun keppninnar þegar mistök í hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes flutti lag sitt aftur.Mistökin komu ekki að sök heldur var lagið Golddigger með Aroni Hannesi fyrst upp úr hattinum. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon. Þá var komið að laginu Hér með þér í flutningi Áttumeðlimanna Egils Ploders og Sonju Valdin. Höfundar eru téður Egill og Nökkvi Fjalar Orrason, félagi Egils og Sonju úr Áttunni. Síðasta lagið sem komst áfram var svo Í stormi sem Dagur Sigurðsson flutti af mikilli innlifun. Áður en tilkynnt var um lagið hófu áhorfendur að kyrja nafn Dags svo augljóst þótti að ánægja ríkti með innihald umslagsins.Hér að neðan má hlýða á lögin sem komust áfram í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15 Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25 Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Þá kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að í ár verði ekkert svokallað „wild card“ í úrslitum, þ.e. eitt af þeim lögum sem ekki komust áfram á undankvöldunum. Kvöldið var spennuþrungið, enda settu tæknilegir örðugleikar strik í reikninginn strax í byrjun keppninnar þegar mistök í hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes flutti lag sitt aftur.Mistökin komu ekki að sök heldur var lagið Golddigger með Aroni Hannesi fyrst upp úr hattinum. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon. Þá var komið að laginu Hér með þér í flutningi Áttumeðlimanna Egils Ploders og Sonju Valdin. Höfundar eru téður Egill og Nökkvi Fjalar Orrason, félagi Egils og Sonju úr Áttunni. Síðasta lagið sem komst áfram var svo Í stormi sem Dagur Sigurðsson flutti af mikilli innlifun. Áður en tilkynnt var um lagið hófu áhorfendur að kyrja nafn Dags svo augljóst þótti að ánægja ríkti með innihald umslagsins.Hér að neðan má hlýða á lögin sem komust áfram í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15 Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25 Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15
Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30
Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25