Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Óvissustig er enn í gildi vegna jarðskjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey. Skjálfti af stærðinni fimm komma tveir varð í morgun og ekkert er hægt að segja til um framhaldið. Fjallað verður ítarlega um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá kynnum við okkur nýjustu vendingar í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á spítala í Malaga á Spáni. Loks fylgjumst við með Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur sauðfjárbónda að störfum, en hún fer um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.