Brotaþolar fá eingöngu aðgang að eigin gögnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2018 05:30 Sigrún Jóhannsdóttir, réttargæslumaður kæranda Brotaþola í kynferðisafbrotamáli hefur bæði af lögreglu og héraðssaksóknara verið synjað um aðgang að gögnum máls hennar. Réttargæslumaður stúlkunnar telur synjunina afar þrönga lagatúlkun og í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Undir lok rannsóknarinnar óskaði réttargæslumaðurinn eftir öllum gögnum sem varða skjólstæðing hennar. Henni var afhent afrit af læknisvottorði skjólstæðings síns sem og kæruskýrslu hans. Synjað var um afrit af öðrum gögnum. Að rannsókn lokinni var málið sent til héraðssaksóknara og var beiðnin þá ítrekuð. Fékk brotaþoli þá aðgang að kærunni, gögnum sem hún hafði sjálf lagt fram og vottorðum sem hana varða. „Við fáum sumsé aðeins aðgang að þeim gögnum sem við höfum nú þegar lagt fram sjálf. Mér þykir þetta undarlegt,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir, réttargæslumaður konunnar. Sigrún segir að hún skilji synjunina þegar svo ber undir að rannsókn standi enn yfir og það geti spillt rannsóknarhagsmunum. Í þessu tilfelli hafi rannsókn hins vegar verið lokið. Þá hafi aðeins verið óskað eftir gögnum sem snúa að meintu broti gegn skjólstæðingi hennar. „Ég tel að þessi túlkun sé afar þröng og geti verið í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Í dag mætir brotaþoli og gefur skýrslu hjá lögreglu og fær svo lítið sem ekkert að vita fyrr en um það bil tveimur árum síðar, þegar honum berst ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin fær brotaþoli strax aðgang að öllum gögnum. Við getum því ekki talað um að afhending á fyrri stigum geti dregið úr trúverðugleika brotaþola fyrir dómi. Þá getur hann kært niðurfellinguna eftir að hann fær gögnin og þannig haft möguleg áhrif á málið, það er, sé það endurupptekið. Hefði brotaþoli einhvers konar aðgengi að gögnunum áður en ákvörðunin er tekin gæti hann bent á augljósar staðreyndavillur og stoppað í göt málsins. Það er meira en að segja það að ætla brotaþola að upplýsa um öll möguleg og ómöguleg smáatriði í einni skýrslutöku. Öll martröðin rakin á einum til tveimur klukkustundum – og brotaþoli jafnan stressaður, hræddur og illa á sig kominn. Allt lagt undir. Eru það ekki fullmiklar kröfur að gera?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Brotaþola í kynferðisafbrotamáli hefur bæði af lögreglu og héraðssaksóknara verið synjað um aðgang að gögnum máls hennar. Réttargæslumaður stúlkunnar telur synjunina afar þrönga lagatúlkun og í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Undir lok rannsóknarinnar óskaði réttargæslumaðurinn eftir öllum gögnum sem varða skjólstæðing hennar. Henni var afhent afrit af læknisvottorði skjólstæðings síns sem og kæruskýrslu hans. Synjað var um afrit af öðrum gögnum. Að rannsókn lokinni var málið sent til héraðssaksóknara og var beiðnin þá ítrekuð. Fékk brotaþoli þá aðgang að kærunni, gögnum sem hún hafði sjálf lagt fram og vottorðum sem hana varða. „Við fáum sumsé aðeins aðgang að þeim gögnum sem við höfum nú þegar lagt fram sjálf. Mér þykir þetta undarlegt,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir, réttargæslumaður konunnar. Sigrún segir að hún skilji synjunina þegar svo ber undir að rannsókn standi enn yfir og það geti spillt rannsóknarhagsmunum. Í þessu tilfelli hafi rannsókn hins vegar verið lokið. Þá hafi aðeins verið óskað eftir gögnum sem snúa að meintu broti gegn skjólstæðingi hennar. „Ég tel að þessi túlkun sé afar þröng og geti verið í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Í dag mætir brotaþoli og gefur skýrslu hjá lögreglu og fær svo lítið sem ekkert að vita fyrr en um það bil tveimur árum síðar, þegar honum berst ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin fær brotaþoli strax aðgang að öllum gögnum. Við getum því ekki talað um að afhending á fyrri stigum geti dregið úr trúverðugleika brotaþola fyrir dómi. Þá getur hann kært niðurfellinguna eftir að hann fær gögnin og þannig haft möguleg áhrif á málið, það er, sé það endurupptekið. Hefði brotaþoli einhvers konar aðgengi að gögnunum áður en ákvörðunin er tekin gæti hann bent á augljósar staðreyndavillur og stoppað í göt málsins. Það er meira en að segja það að ætla brotaþola að upplýsa um öll möguleg og ómöguleg smáatriði í einni skýrslutöku. Öll martröðin rakin á einum til tveimur klukkustundum – og brotaþoli jafnan stressaður, hræddur og illa á sig kominn. Allt lagt undir. Eru það ekki fullmiklar kröfur að gera?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira