Brotaþolar fá eingöngu aðgang að eigin gögnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2018 05:30 Sigrún Jóhannsdóttir, réttargæslumaður kæranda Brotaþola í kynferðisafbrotamáli hefur bæði af lögreglu og héraðssaksóknara verið synjað um aðgang að gögnum máls hennar. Réttargæslumaður stúlkunnar telur synjunina afar þrönga lagatúlkun og í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Undir lok rannsóknarinnar óskaði réttargæslumaðurinn eftir öllum gögnum sem varða skjólstæðing hennar. Henni var afhent afrit af læknisvottorði skjólstæðings síns sem og kæruskýrslu hans. Synjað var um afrit af öðrum gögnum. Að rannsókn lokinni var málið sent til héraðssaksóknara og var beiðnin þá ítrekuð. Fékk brotaþoli þá aðgang að kærunni, gögnum sem hún hafði sjálf lagt fram og vottorðum sem hana varða. „Við fáum sumsé aðeins aðgang að þeim gögnum sem við höfum nú þegar lagt fram sjálf. Mér þykir þetta undarlegt,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir, réttargæslumaður konunnar. Sigrún segir að hún skilji synjunina þegar svo ber undir að rannsókn standi enn yfir og það geti spillt rannsóknarhagsmunum. Í þessu tilfelli hafi rannsókn hins vegar verið lokið. Þá hafi aðeins verið óskað eftir gögnum sem snúa að meintu broti gegn skjólstæðingi hennar. „Ég tel að þessi túlkun sé afar þröng og geti verið í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Í dag mætir brotaþoli og gefur skýrslu hjá lögreglu og fær svo lítið sem ekkert að vita fyrr en um það bil tveimur árum síðar, þegar honum berst ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin fær brotaþoli strax aðgang að öllum gögnum. Við getum því ekki talað um að afhending á fyrri stigum geti dregið úr trúverðugleika brotaþola fyrir dómi. Þá getur hann kært niðurfellinguna eftir að hann fær gögnin og þannig haft möguleg áhrif á málið, það er, sé það endurupptekið. Hefði brotaþoli einhvers konar aðgengi að gögnunum áður en ákvörðunin er tekin gæti hann bent á augljósar staðreyndavillur og stoppað í göt málsins. Það er meira en að segja það að ætla brotaþola að upplýsa um öll möguleg og ómöguleg smáatriði í einni skýrslutöku. Öll martröðin rakin á einum til tveimur klukkustundum – og brotaþoli jafnan stressaður, hræddur og illa á sig kominn. Allt lagt undir. Eru það ekki fullmiklar kröfur að gera?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Brotaþola í kynferðisafbrotamáli hefur bæði af lögreglu og héraðssaksóknara verið synjað um aðgang að gögnum máls hennar. Réttargæslumaður stúlkunnar telur synjunina afar þrönga lagatúlkun og í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Undir lok rannsóknarinnar óskaði réttargæslumaðurinn eftir öllum gögnum sem varða skjólstæðing hennar. Henni var afhent afrit af læknisvottorði skjólstæðings síns sem og kæruskýrslu hans. Synjað var um afrit af öðrum gögnum. Að rannsókn lokinni var málið sent til héraðssaksóknara og var beiðnin þá ítrekuð. Fékk brotaþoli þá aðgang að kærunni, gögnum sem hún hafði sjálf lagt fram og vottorðum sem hana varða. „Við fáum sumsé aðeins aðgang að þeim gögnum sem við höfum nú þegar lagt fram sjálf. Mér þykir þetta undarlegt,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir, réttargæslumaður konunnar. Sigrún segir að hún skilji synjunina þegar svo ber undir að rannsókn standi enn yfir og það geti spillt rannsóknarhagsmunum. Í þessu tilfelli hafi rannsókn hins vegar verið lokið. Þá hafi aðeins verið óskað eftir gögnum sem snúa að meintu broti gegn skjólstæðingi hennar. „Ég tel að þessi túlkun sé afar þröng og geti verið í andstöðu við hagsmuni brotaþola. Í dag mætir brotaþoli og gefur skýrslu hjá lögreglu og fær svo lítið sem ekkert að vita fyrr en um það bil tveimur árum síðar, þegar honum berst ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin fær brotaþoli strax aðgang að öllum gögnum. Við getum því ekki talað um að afhending á fyrri stigum geti dregið úr trúverðugleika brotaþola fyrir dómi. Þá getur hann kært niðurfellinguna eftir að hann fær gögnin og þannig haft möguleg áhrif á málið, það er, sé það endurupptekið. Hefði brotaþoli einhvers konar aðgengi að gögnunum áður en ákvörðunin er tekin gæti hann bent á augljósar staðreyndavillur og stoppað í göt málsins. Það er meira en að segja það að ætla brotaþola að upplýsa um öll möguleg og ómöguleg smáatriði í einni skýrslutöku. Öll martröðin rakin á einum til tveimur klukkustundum – og brotaþoli jafnan stressaður, hræddur og illa á sig kominn. Allt lagt undir. Eru það ekki fullmiklar kröfur að gera?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira