Bein útsending: Blaðamannafundur dómsmálaráðherra

Vísir verður með beina útsendingu úr dómsmálaráðuneytinu þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, heldur blaðamannafund sem hefst klukkan 13:15.
Á fundinum mun ráðherra kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. Einnig verður nýsamþykkt aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu kynnt en ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka áherslu á framkvæmd hennar á komandi árum.
Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.
Uppfært klukkan 13:48 þegar útsendingu lauk.
Tengdar fréttir

Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota
Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.