Sport

NFL-leikmaður lést að morgni SuperBowl dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edwin Jackson,
Edwin Jackson, Vísir/Getty

Edwin Jackson, leikmaður NFL-liðsins Indianapolis Colts, lést í gær eftir hræðilegt bílslys á hraðbraut í Indianapolis.

Edwin Jackson spilaði í varnarlínu Colts en hann var 26 ára og var að klára sitt þriðja ár í deildinni. Hann spilaði alla sextán leikina tímabilið 2016 en missti af síðasta tímabili vegna meiðsla.

Indianapolis Colts minntist leikmannsins á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar segir meðal annars að Edwin Jackson hafi ávallt kallað fram bros hjá liðsfélögum sínum í búningsklefanum. Liðsfélagar hans hafa líka talað hlýlega um Jackson.





Bíll Edwin Jackson og félaga hans Jeffery Monroe var stopp við vegkantinn á hraðbrautinni þegar ökumaður Ford F-150 missti stjórn á bíl sínum og keyrði þá niður.

Annar þeirra kastaðist út á miðja hraðbrautina og varð fyrir lögreglubíl sem kom á vettvang. Báðir mennirnir voru úrskurðaðir látnir á staðnum.

Ökumaðurinn var hinn 37 ára gamli Alex Cabrera Gonsales og hann reyndi að flýja slystaðinn á hlaupum. Hann náðist hinsvegar og var handtekinn. Gonsales var ekki með ökuréttindi og líka undir áhrifum.

Hér fyrir neðan má sjá Indianapolis Colts og leikmenn liðsins minnast Edwin Jackson í gær.







 

It breaks my heart to hear the news about my brother & former teammate Edwin Jackson. He was always such a joy to be around, always smiling and always laughing. An absolutely incredible friend. RIP Ed, my thoughts & prayers are forever with you and your family pic.twitter.com/TpdE9GBuDE










Fleiri fréttir

Sjá meira


×