Á fimmta hundrað íslenskra karla ræða vændi á Facebook: „Er hún ekki eitthvað fötluð?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 19:30 Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira