Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 „Þó ekki væri fyrir annað þá tel ég að fálkinn ætti sennilega að vera á Íslandi sem hluti af menningararfi ykkar,“ segir Bretinn Sean Curtis-Ward sem hefur sett útskorinn fálka eftir Ríkarð Jónsson á uppboð í London í næstu viku. „Þegar ég fór með útskurðinn í Chiswick-uppboðshúsið fyrir nokkrum vikum þá virtust þeir ekki vita mikið um íslenska list,“ segir Sean. Þar hafi fálkinn verið metinn á 400 til 600 pund, jafnvirði 57 til 86 þúsund króna. „Það tel ég vera mjög lágt mat,“ segir hann. Það sé í hans hag að fólki á Íslandi sé sagt frá málinu.Ríkarður Jónsson að störfum.Ljósmyndasafn ReykjavíkurSean sem kveðst starfa sem blaðamaður, minnir á að Ríkarður sé sá listamaður sem hannaði fundarhamar sem Íslendingar gáfu Sameinuðu þjóðunum við stofnun samtakanna. Ríkarður var fæddur 1888 og lést 1977. Fálkinn sem Sean á er með nafni listamannsins og ártalinu 1950. Tryggi Páll Friðriksson, listmunasali í Gallerí Fold, segir að sér hafi reyndar borist fyrirspurn frá Sean varðandi umræddan fálka fyrir nokkru. „Ég hef sagt honum að það sé mjög erfitt að meta þetta vegna þess að það hefur ekki komið það mikið af honum Ríkarði. Hann er svo algerlega óþekktur úti í Bretlandi að ég veit ekki hverjum þeir ætla að selja þetta. Og þá er þetta bara eðlilegt verðmat,“ segir Tryggi. Hins vegar segir listmunasalinn að mun betra verð fengist fyrir gripinn ef eigandinn kæmi honum hingað til Íslands. „Það kostar náttúrlega peninga og þá er spurning hvort það svari kostnaði því það er ekki víst að það fengist meira en tvö til þrjú hundruð þúsund krónur.“ Aðspurður segir Tryggvi ekki mikið framboð af verkum Ríkarðs. Það séu þó alltaf einhverjir sem hafi áhuga á þeim. Þannig segir hann að hjá Fold hafi lítil útskorin krús með loki selst á 140 þúsund krónur á árinu 2016. Í fyrra hafi tveir plattar verið seldir á 45 þúsund og útskorin vegghilla hafi selst á á 95 þúsund krónur. „Ríkarður var mjög öflugur listamaður og þessi fálki er fallegur og flottur en þetta er bara ósköp venjulegur íslenskur fálki. En það finnst sjálfsagt einhver Sjálfstæðismaður sem vill endilega kaupa þetta,“ leggur Tryggvi mat á þann áhuga sem kann að vera fyrir fálkanum hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
„Þó ekki væri fyrir annað þá tel ég að fálkinn ætti sennilega að vera á Íslandi sem hluti af menningararfi ykkar,“ segir Bretinn Sean Curtis-Ward sem hefur sett útskorinn fálka eftir Ríkarð Jónsson á uppboð í London í næstu viku. „Þegar ég fór með útskurðinn í Chiswick-uppboðshúsið fyrir nokkrum vikum þá virtust þeir ekki vita mikið um íslenska list,“ segir Sean. Þar hafi fálkinn verið metinn á 400 til 600 pund, jafnvirði 57 til 86 þúsund króna. „Það tel ég vera mjög lágt mat,“ segir hann. Það sé í hans hag að fólki á Íslandi sé sagt frá málinu.Ríkarður Jónsson að störfum.Ljósmyndasafn ReykjavíkurSean sem kveðst starfa sem blaðamaður, minnir á að Ríkarður sé sá listamaður sem hannaði fundarhamar sem Íslendingar gáfu Sameinuðu þjóðunum við stofnun samtakanna. Ríkarður var fæddur 1888 og lést 1977. Fálkinn sem Sean á er með nafni listamannsins og ártalinu 1950. Tryggi Páll Friðriksson, listmunasali í Gallerí Fold, segir að sér hafi reyndar borist fyrirspurn frá Sean varðandi umræddan fálka fyrir nokkru. „Ég hef sagt honum að það sé mjög erfitt að meta þetta vegna þess að það hefur ekki komið það mikið af honum Ríkarði. Hann er svo algerlega óþekktur úti í Bretlandi að ég veit ekki hverjum þeir ætla að selja þetta. Og þá er þetta bara eðlilegt verðmat,“ segir Tryggi. Hins vegar segir listmunasalinn að mun betra verð fengist fyrir gripinn ef eigandinn kæmi honum hingað til Íslands. „Það kostar náttúrlega peninga og þá er spurning hvort það svari kostnaði því það er ekki víst að það fengist meira en tvö til þrjú hundruð þúsund krónur.“ Aðspurður segir Tryggvi ekki mikið framboð af verkum Ríkarðs. Það séu þó alltaf einhverjir sem hafi áhuga á þeim. Þannig segir hann að hjá Fold hafi lítil útskorin krús með loki selst á 140 þúsund krónur á árinu 2016. Í fyrra hafi tveir plattar verið seldir á 45 þúsund og útskorin vegghilla hafi selst á á 95 þúsund krónur. „Ríkarður var mjög öflugur listamaður og þessi fálki er fallegur og flottur en þetta er bara ósköp venjulegur íslenskur fálki. En það finnst sjálfsagt einhver Sjálfstæðismaður sem vill endilega kaupa þetta,“ leggur Tryggvi mat á þann áhuga sem kann að vera fyrir fálkanum hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira