Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 13:04 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00