Innlent

Þyrla og tugir björgunar­sveitar­manna leita Rík­harðs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Ölfusá um tólfleytið í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Ölfusá um tólfleytið í dag. Vísir/Kristófer
Um fimmtíu til sextíu björgunarsveitarmenn af Suðurlandi hafa í gærkvöldi og í dag leitað Ríkharðs Péturssonar, 49 ára karlmanns sem ekkert hefur spurst til síðan á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð og grannvaxinn, fór frá heimili sínu á Eyrarvegi á Selfossi um klukkan 16 á þriðjudag. Hann var þá klæddur í svartar buxur, svarta úlpu og svarta húfu með gulri áletrun.

Lögreglan leitar að Ríkharði.
Auk gangandi leitarmanna er leitað með hundum, drónum, bílum og sexhjólum auk þess sem verið er að meta hvort hægt sé að leita með bátum á Ölfusá.

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni sem framhaldið verður í dag. Ákvörðun um frekari leit verða teknar í framhaldinu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ríkharðs eftir kl. 16:00 síðastliðinn þriðjudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000, 112 eða á einkaskilaboðum á Facebook.


Tengdar fréttir

Lýst eftir Ríkharði Péturssyni

Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um klukkan 16:00 síðastliðinn þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×