Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 18:51 Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður. Lögreglumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður.
Lögreglumál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira