Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:45 Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig. Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig.
Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels