Íslenskuprófessor ósáttur við orðið epalhommi: „Ég get bara næstum farið að gráta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íslenskuprófessorinn Guðrún Kvaran gagnrýnir harðlega að orðið epalhommi hafi verið valið orð ársins 2017. Orðið sé bæði niðrandi og særandi en Guðrún skipar sig þannig í hóp með fleirum sem gagnrýnt hafa þetta umdeilda orð ársins. Það var Hildur Lilliendahl sem fyrst notaði orðið um Sindra Sindrason, fréttamann á Stöð 2, í framhaldi af viðtali sem hann tók við formann Samtaka um líkamsvirðingu. Viðmælandi sagði Sindra vera mann í forréttindastöðu en Sindri svaraði fyrir sig meðþví að telja upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð og það var þá sem orðið leit fyrst dagsins ljós á samfélagsmiðlum. Daginn eftir birtist opnuauglýsing í blöðunum frá versluninni Epal sem skartaði mynd af sex þekktum samkynhneigðum karlmönnum í versluninni. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus ííslensku við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem orðið epalhommi barst í tal. „Ég get bara næstum farið að gráta. Mér fannst þetta alveg skelfilegt orð og mér finnst Ríkisútvarpið ekki geta leyft sér að velja orð sem getur sært heilan hóp manna og ég fékk fjölda símhringinga, og þar á meðal tvær frá samkynhneigðum körlum, og þeir voru báðir mjög sárir og sögðu, „ef við kaupum ekki hjá Epal, ef við verslum í Ikea, erum við þá Ikea-hommar? Á að stimpla okkur eftir því hvar við verslum?“ sagði Guðrún í Bítinu í morgun. „Það voru mörg önnur góð orð, það þurfti ekki að taka þetta, en þetta er í tísku núna að tala við homma og ég hef ekkert á móti því, ég á góða vini sem eru samkynhneigðir en ég vil ekki láta fara svona með þá.“ Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íslenskuprófessorinn Guðrún Kvaran gagnrýnir harðlega að orðið epalhommi hafi verið valið orð ársins 2017. Orðið sé bæði niðrandi og særandi en Guðrún skipar sig þannig í hóp með fleirum sem gagnrýnt hafa þetta umdeilda orð ársins. Það var Hildur Lilliendahl sem fyrst notaði orðið um Sindra Sindrason, fréttamann á Stöð 2, í framhaldi af viðtali sem hann tók við formann Samtaka um líkamsvirðingu. Viðmælandi sagði Sindra vera mann í forréttindastöðu en Sindri svaraði fyrir sig meðþví að telja upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð og það var þá sem orðið leit fyrst dagsins ljós á samfélagsmiðlum. Daginn eftir birtist opnuauglýsing í blöðunum frá versluninni Epal sem skartaði mynd af sex þekktum samkynhneigðum karlmönnum í versluninni. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus ííslensku við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem orðið epalhommi barst í tal. „Ég get bara næstum farið að gráta. Mér fannst þetta alveg skelfilegt orð og mér finnst Ríkisútvarpið ekki geta leyft sér að velja orð sem getur sært heilan hóp manna og ég fékk fjölda símhringinga, og þar á meðal tvær frá samkynhneigðum körlum, og þeir voru báðir mjög sárir og sögðu, „ef við kaupum ekki hjá Epal, ef við verslum í Ikea, erum við þá Ikea-hommar? Á að stimpla okkur eftir því hvar við verslum?“ sagði Guðrún í Bítinu í morgun. „Það voru mörg önnur góð orð, það þurfti ekki að taka þetta, en þetta er í tísku núna að tala við homma og ég hef ekkert á móti því, ég á góða vini sem eru samkynhneigðir en ég vil ekki láta fara svona með þá.“
Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48
Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30