Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2018 14:30 Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma, segir Baldur um orðið epalhommi og Hildi. Vísir Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar pistil á Facebooksíðu sína í tilefni þess að orðið „epalhommi“ var í vikunni útnefnt orð ársins. Baldur er afdráttarlaus í greiningu sinni: „Epalhommi! Orð ársins 2017? Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins: Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við.“Orðið til þess fallið að jaðarsetja hommaBaldur heldur áfram að fara yfir orðið, tilurð þess og merkingu: „Epalhommi er sagt merkja „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is. Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort!“ Baldur telur vafasamt að helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) standi með þessum hætti að vali á orði ársins og ýti þar með undir staðalímyndir um homma.Staðalímynd nettröllsins „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma,“ skrifar Baldur. Hann bætir því svo við til gamans og í alvöru að það hljóti að vera gagnkynhneigðir karlar sem „eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka.“Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn Fram hefur komið að merkingin orðisins eins og hún hefur verið lögð upp er ekki að skapi höfundar orðsins, Hildar Lilliendahl. En upphafleg skrif hennar voru sett fram á Facebook í tengslum við umræðu sem spratt í kjölfar viðtals Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur: „Jaðarsetning á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlur og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“ Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar pistil á Facebooksíðu sína í tilefni þess að orðið „epalhommi“ var í vikunni útnefnt orð ársins. Baldur er afdráttarlaus í greiningu sinni: „Epalhommi! Orð ársins 2017? Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins: Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við.“Orðið til þess fallið að jaðarsetja hommaBaldur heldur áfram að fara yfir orðið, tilurð þess og merkingu: „Epalhommi er sagt merkja „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is. Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort!“ Baldur telur vafasamt að helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) standi með þessum hætti að vali á orði ársins og ýti þar með undir staðalímyndir um homma.Staðalímynd nettröllsins „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma,“ skrifar Baldur. Hann bætir því svo við til gamans og í alvöru að það hljóti að vera gagnkynhneigðir karlar sem „eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka.“Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn Fram hefur komið að merkingin orðisins eins og hún hefur verið lögð upp er ekki að skapi höfundar orðsins, Hildar Lilliendahl. En upphafleg skrif hennar voru sett fram á Facebook í tengslum við umræðu sem spratt í kjölfar viðtals Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur: „Jaðarsetning á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlur og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“
Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48