Fíkniefnin í stórum skákmunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2018 20:00 Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira