„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 12:27 Skyggni var um tíma lítið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“ Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og allt norðurland. Veður hefur verið hvað verst í Eyjafirði í morgun, en þar hafa vindhviður hafa farið yfir 45 m/s og hafa björgunarsveitir þurft að sinna nokkrum útköllum. Þá er skyggni slæmt og éljagangur víða um land og hefur því verið gripið til lokana á vegum. Þannig er ófært um Öxnadalsheiði og Þröskulda milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Auk þess eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, gerir ráð fyrir að veðrið skáni nokkuð þegar líður á daginn. „Það var smá hvellur á Norðurlandi í morgun. Það gekk mjög kröpp og djúp lægð Norðaustur yfir landið. Það voru víða mjög öflugar vindhviður í Skagafirði, á Tröllaskaga og við Eyjafjörðinn. Það er nú heldur betur að lagast núna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn á þó von á því að áfram verði éljagangur í allan dag. Það sé því ástæða til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hann segir ekki ráðlegt að halda í mikil ferðalög nema fyrir þeim mun vanari bílstjóra, enda geti skyggni verið afar lítið. „Svo auk auk þess er hálka sumstaðar og leiðinleg færð á köflum þannig að þetta er svona hörkuvetrarveður núna sem gengur yfir landið,“ segir Þorsteinn. Búast megi við miklu vetrarveðri áfram í vikunni. „Það fer í ákveðna norðanátt núna strax á morgun og verður þannig út vikuna. Þá náttúrulega verður éljagangurinn og ofankomin bundin við norðanvert landið en á sunnanverðu landinu verður víða bjart og úrkomulítið í vikunni en kalt. Það er svona heldur að bæta í frostið.“
Veður Tengdar fréttir Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18 Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s. 14. janúar 2018 07:18
Víða ófært vegna veðurs Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs. 14. janúar 2018 10:18
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels