Ofbeldi, áreitni og mismunun í prestastétt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. janúar 2018 06:00 Séra Guðrún Karls Helgudóttir afhendir biskup áskorun prestvígðra kvenna. Fréttablaðið/Vilhelm „Auðvitað er þetta vandmeðfarið í fámennri stétt eins og okkar,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna, um yfirlýsingu kvenna sem stigu fram í gær í tengslum við #metoo byltinguna. Sextíu og fimm konur skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni. „Við höfum líkt og aðrar konur búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Sögur okkar kvenna í samfélaginu eru allar eins. Við töldum nauðsynlegt að styðja við bakið á kynsystrum okkar og deila okkar sögum,“ segir Jóhanna. Hún segir að konur í Félagi prestvígðra kvenna hafi byrjað að ræða saman sín á milli í desember. Þær hafi síðan fundið hvatningu í nýársávarpi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til að stíga fram. „Agnes ræddi #metoo byltinguna í nýársávarpi sínu og það var okkur hvatning til að stíga loks fram,“ segir Jóhanna sem segir kvenpresta sammála um að vel hafi verið tekið í áskorun þeirra. Samhliða áskoruninni birtu prestarnir í gær yfir sextíu sögur þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup brást við áskorun og frásögnum kvennanna. Hún sagðist þakklát öllum þeim sem stigið hefðu fram og sagt frá reynslu sinni. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu,“ sagði Agnes. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Auðvitað er þetta vandmeðfarið í fámennri stétt eins og okkar,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna, um yfirlýsingu kvenna sem stigu fram í gær í tengslum við #metoo byltinguna. Sextíu og fimm konur skora á biskup, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna, prestvígðra og annarra í kirkjunni. „Við höfum líkt og aðrar konur búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Sögur okkar kvenna í samfélaginu eru allar eins. Við töldum nauðsynlegt að styðja við bakið á kynsystrum okkar og deila okkar sögum,“ segir Jóhanna. Hún segir að konur í Félagi prestvígðra kvenna hafi byrjað að ræða saman sín á milli í desember. Þær hafi síðan fundið hvatningu í nýársávarpi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til að stíga fram. „Agnes ræddi #metoo byltinguna í nýársávarpi sínu og það var okkur hvatning til að stíga loks fram,“ segir Jóhanna sem segir kvenpresta sammála um að vel hafi verið tekið í áskorun þeirra. Samhliða áskoruninni birtu prestarnir í gær yfir sextíu sögur þar sem þær lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Agnes M. Sigurðardóttir biskup brást við áskorun og frásögnum kvennanna. Hún sagðist þakklát öllum þeim sem stigið hefðu fram og sagt frá reynslu sinni. „Ég tek hjartanlega undir þá sanngjörnu og eðlilegu kröfu sem prestvígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfsumhverfi kvenna og samskiptin milli fólks í kirkjusamfélaginu,“ sagði Agnes.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34