Suðurlandsvegur er lokaður við gatnamótin við Vesturlandsveg vegna umferðarslyss og eru ökumenn beðnir um að fara í gegnum Árbæ og Breiðholtsbraut.
Tveir bílar skullu saman við golfsvæðið Básar um áttaleytið og eru þrír slasaðir. Sjúkrabílar eru nú á vettvangi og verið er að klippa einn út úr annarri bifreiðinni.
Búast má við miklum töfum á umferð vegna slyssins. „Lokað er um Suðurlandsveg á móts við Krókháls vegna umferðaróhapp um óákveðin tíma,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Miklar tafir vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi
Stefán Ó. Jónsson skrifar
