Lífið

„Þær sem hafa verið einhleypar lengst ættu að hafa forgang inn á svona lista“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela í skemmtilegu spjalli á FM957 í morgun.
Manúela í skemmtilegu spjalli á FM957 í morgun.
„Hver setur þennan lista saman? Það vil ég fá að vita. Þetta er glæsilegur listi verð ég að segja. Mér finnst aftur á móti að þær sem hafa verið einhleypar lengst ættu að hafa forgang inn á svona lista,“ segir samfélagsmiðlastjarnan og fyrrverandi fegurðardrottningin Manúela Ósk Harðardóttir sem var gestur í morgunþættinum Brennslan á FM957 í morgun.

Þar ræddi hún um lista Vísis yfir heitustu einhleypu konur landsins. Á föstudaginn birti Vísir lista yfir þær heitustu hér á landi. Manúela var ekki á þeim lista en það var sérstök dómnefnd fréttastofunnar sem setti umræddan lista saman.

„Ég var búinn að vera einhleyp í þrjú ár þegar að Sunneva [Einarsdóttir] fæddist. Ég er alveg alsæl með lífið, ekki halda neitt annað. Mér finnst þetta mjög skemmtilegur listi og allt það, og ég var ekkert móðguð.“

Manúela segir að það hefði ekki komið henni mjög á óvart ef henni hefði verið skellt inn á þennan lista.

„Ég hef alveg verið á svona lista áður og þeir eru margir mjög misjafnir.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Manúelu í heild sinni.


Tengdar fréttir

Heitustu einhleypu konur landsins

Dómnefnd Vísis hefur tekið saman lista yfir stórglæsilegar konur sem eiga það sameiginlegt að vera einhleypar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×