Lífið

Sonur Kim og Kanye lagður inn á sjúkrahús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saint West sést hér lengst til vinstri.
Saint West sést hér lengst til vinstri.

Saint West, sonur Kim Kardashian og Kanye West, var lagður inn á sjúkrahús yfir hátíðarnar.

Saint West fékk slæma lungnabólgu en hann er tveggja ára gamall. Kim Kardashian birti fallega fjölskyldumynd fyrir þremur dögum þar sem hún óskaði öllu gleðilega hátíð.

Miðillinn TMZ segir að hjónin hafi verið allan tímann hjá drengnum á spítala í Los Angeles. Saman eiga þau einnig stúlkuna North West.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.