Vilja ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík Höskuldur Kári Schram skrifar 3. janúar 2018 18:30 Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu. Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember árið 2016 og fljótlega eftir það fóru íbúar í nágrenni verksmiðjunnar að kvarta undan mengun og öðrum óþægindum. Umhverfisstofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við starfsemina. Slökkt var ofni verksmiðjunnar í september á síðasta ári og hefur öll framleiðsla legið niðri síðan þá. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í ágúst sem var svo framlengd til 22. janúar næstkomandi. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík voru sérstaklega stofnuð til að berjast gegn áframhaldandi rekstri verksmiðjunnar. Samtökin hafa staðið fyrir fjölmennum íbúafundum í Reykjanesbæ og safna nú liði til að höfða mál til ógildingar á starfsleyfi kísilversins. Fulltrúar samtakanna hafa fundað með lögmönnum og kallað eftir gögnum sem tengjast málinu. Þórólfur Júlían Dagsson sem situr í stjórn samtakanna segir að opinberir eftirlitsaðilar hafi brugðist í málinu og margt sé athugavert við starfsleyfi verkmiðjunnar. „Að mínu mati lítur út fyrir að þetta starfsleyfi sé hreinlega falsað. Sést best á byggingunum. Þetta eru ekki sömu byggingarnar og voru auglýstar í þessu starfsleyfi. Hæðin er allt önnur og mengunarspá stenst ekki. Þetta er ekki eitthvað eitt heldur eiginlega bara allt,“ segir Þórólfur. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu. Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember árið 2016 og fljótlega eftir það fóru íbúar í nágrenni verksmiðjunnar að kvarta undan mengun og öðrum óþægindum. Umhverfisstofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við starfsemina. Slökkt var ofni verksmiðjunnar í september á síðasta ári og hefur öll framleiðsla legið niðri síðan þá. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í ágúst sem var svo framlengd til 22. janúar næstkomandi. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík voru sérstaklega stofnuð til að berjast gegn áframhaldandi rekstri verksmiðjunnar. Samtökin hafa staðið fyrir fjölmennum íbúafundum í Reykjanesbæ og safna nú liði til að höfða mál til ógildingar á starfsleyfi kísilversins. Fulltrúar samtakanna hafa fundað með lögmönnum og kallað eftir gögnum sem tengjast málinu. Þórólfur Júlían Dagsson sem situr í stjórn samtakanna segir að opinberir eftirlitsaðilar hafi brugðist í málinu og margt sé athugavert við starfsleyfi verkmiðjunnar. „Að mínu mati lítur út fyrir að þetta starfsleyfi sé hreinlega falsað. Sést best á byggingunum. Þetta eru ekki sömu byggingarnar og voru auglýstar í þessu starfsleyfi. Hæðin er allt önnur og mengunarspá stenst ekki. Þetta er ekki eitthvað eitt heldur eiginlega bara allt,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira