Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2018 05:00 Skipa átti í stöðurnar frá og með áramótum. vísir/gva Umsækjendur um átta lausar stöður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða segja víða pott brotinn í umsögn dómnefndar um hæfi héraðsdómara. Settur ráðherra í málinu hefur nú til skoðunar hvort tilefni sé til að hvika frá mati nefndarinnar. Dómnefndin skilaði mati sínu 22. desember síðastliðinn en skipa átti í stöðurnar frá og með áramótum. Viku síðar sendi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og settur dómsmálaráðherra í málinu, nefndinni bréf með athugasemdum um umsögnina. Fréttablaðið hefur rætt við hóp umsækjenda um stöðurnar. Stærstur hluti þeirra tekur undir gagnrýni ráðherra á mat nefndarinnar. Matið virðist til að mynda að hluta í ósamræmi við fyrri möt sem nefndin hefur sent frá sér. „Það sem áður fékk mikið vægi fær minna vægi nú. Þannig virðist sem sérstaklega hafi átt að toga einhverja umsækjendur upp umfram aðra,“ segir einn umsækjenda. Hluti umsækjenda hafði á orði að ósamræmi hefði verið innan núverandi umsagnar. Meðal annars hefur það þótt skjóta skökku við að Jónas Jóhannsson, sem var skipaður dómari í tuttugu ár, hafi skorað lægra í matsliðnum reynsla af dómstörfum en umsækjandi sem hefur verið settur dómari í átta ár. Þá þykir mörgum það undarlegt að tveir umsækjendur, með samtals 29 mánaða reynslu sem settir dómarar, skyldu metnir jafnsettir honum í þeim matslið. „Það áttu held ég allir von á að Jónas og sjö önnur myndu hreppa hnossið,“ segir einn umsækjenda. Matsnefndin svaraði athugasemdum setts dómsmálaráðherra með bréfi í gær. Þar er töluliðunum tíu, sem fram komu í bréfi ráðherra, svarað lið fyrir lið. Kemur þar meðal annars fram að „reynslan af fyrstu starfsárunum í hverju starfi [vegi] tiltölulega þyngst, þannig að síður er ástæða til að gera upp á milli umsækjenda með langa starfsreynslu að baki þótt einn þeirra hafi gegnt starfi nokkru lengur en annar“. Meðan ekki hefur verið skipað í stöðurnar vantar tæpan fimmtung upp á það að héraðsdómarar landsins séu jafn margir og lögmælt er. Slíkt getur haft þau áhrif að frestun verði á meðferð mála fyrir dómi. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður setts dómsmálaráðherra, segir að allt tiltækt starfslið ráðuneytisins muni fara yfir svarbréf nefndarinnar eins fljótt og kostur er. Framhald málsins ráðist á næstu dögum en ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Umsækjendur um átta lausar stöður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða segja víða pott brotinn í umsögn dómnefndar um hæfi héraðsdómara. Settur ráðherra í málinu hefur nú til skoðunar hvort tilefni sé til að hvika frá mati nefndarinnar. Dómnefndin skilaði mati sínu 22. desember síðastliðinn en skipa átti í stöðurnar frá og með áramótum. Viku síðar sendi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og settur dómsmálaráðherra í málinu, nefndinni bréf með athugasemdum um umsögnina. Fréttablaðið hefur rætt við hóp umsækjenda um stöðurnar. Stærstur hluti þeirra tekur undir gagnrýni ráðherra á mat nefndarinnar. Matið virðist til að mynda að hluta í ósamræmi við fyrri möt sem nefndin hefur sent frá sér. „Það sem áður fékk mikið vægi fær minna vægi nú. Þannig virðist sem sérstaklega hafi átt að toga einhverja umsækjendur upp umfram aðra,“ segir einn umsækjenda. Hluti umsækjenda hafði á orði að ósamræmi hefði verið innan núverandi umsagnar. Meðal annars hefur það þótt skjóta skökku við að Jónas Jóhannsson, sem var skipaður dómari í tuttugu ár, hafi skorað lægra í matsliðnum reynsla af dómstörfum en umsækjandi sem hefur verið settur dómari í átta ár. Þá þykir mörgum það undarlegt að tveir umsækjendur, með samtals 29 mánaða reynslu sem settir dómarar, skyldu metnir jafnsettir honum í þeim matslið. „Það áttu held ég allir von á að Jónas og sjö önnur myndu hreppa hnossið,“ segir einn umsækjenda. Matsnefndin svaraði athugasemdum setts dómsmálaráðherra með bréfi í gær. Þar er töluliðunum tíu, sem fram komu í bréfi ráðherra, svarað lið fyrir lið. Kemur þar meðal annars fram að „reynslan af fyrstu starfsárunum í hverju starfi [vegi] tiltölulega þyngst, þannig að síður er ástæða til að gera upp á milli umsækjenda með langa starfsreynslu að baki þótt einn þeirra hafi gegnt starfi nokkru lengur en annar“. Meðan ekki hefur verið skipað í stöðurnar vantar tæpan fimmtung upp á það að héraðsdómarar landsins séu jafn margir og lögmælt er. Slíkt getur haft þau áhrif að frestun verði á meðferð mála fyrir dómi. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður setts dómsmálaráðherra, segir að allt tiltækt starfslið ráðuneytisins muni fara yfir svarbréf nefndarinnar eins fljótt og kostur er. Framhald málsins ráðist á næstu dögum en ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03