Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2018 05:00 Skipa átti í stöðurnar frá og með áramótum. vísir/gva Umsækjendur um átta lausar stöður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða segja víða pott brotinn í umsögn dómnefndar um hæfi héraðsdómara. Settur ráðherra í málinu hefur nú til skoðunar hvort tilefni sé til að hvika frá mati nefndarinnar. Dómnefndin skilaði mati sínu 22. desember síðastliðinn en skipa átti í stöðurnar frá og með áramótum. Viku síðar sendi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og settur dómsmálaráðherra í málinu, nefndinni bréf með athugasemdum um umsögnina. Fréttablaðið hefur rætt við hóp umsækjenda um stöðurnar. Stærstur hluti þeirra tekur undir gagnrýni ráðherra á mat nefndarinnar. Matið virðist til að mynda að hluta í ósamræmi við fyrri möt sem nefndin hefur sent frá sér. „Það sem áður fékk mikið vægi fær minna vægi nú. Þannig virðist sem sérstaklega hafi átt að toga einhverja umsækjendur upp umfram aðra,“ segir einn umsækjenda. Hluti umsækjenda hafði á orði að ósamræmi hefði verið innan núverandi umsagnar. Meðal annars hefur það þótt skjóta skökku við að Jónas Jóhannsson, sem var skipaður dómari í tuttugu ár, hafi skorað lægra í matsliðnum reynsla af dómstörfum en umsækjandi sem hefur verið settur dómari í átta ár. Þá þykir mörgum það undarlegt að tveir umsækjendur, með samtals 29 mánaða reynslu sem settir dómarar, skyldu metnir jafnsettir honum í þeim matslið. „Það áttu held ég allir von á að Jónas og sjö önnur myndu hreppa hnossið,“ segir einn umsækjenda. Matsnefndin svaraði athugasemdum setts dómsmálaráðherra með bréfi í gær. Þar er töluliðunum tíu, sem fram komu í bréfi ráðherra, svarað lið fyrir lið. Kemur þar meðal annars fram að „reynslan af fyrstu starfsárunum í hverju starfi [vegi] tiltölulega þyngst, þannig að síður er ástæða til að gera upp á milli umsækjenda með langa starfsreynslu að baki þótt einn þeirra hafi gegnt starfi nokkru lengur en annar“. Meðan ekki hefur verið skipað í stöðurnar vantar tæpan fimmtung upp á það að héraðsdómarar landsins séu jafn margir og lögmælt er. Slíkt getur haft þau áhrif að frestun verði á meðferð mála fyrir dómi. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður setts dómsmálaráðherra, segir að allt tiltækt starfslið ráðuneytisins muni fara yfir svarbréf nefndarinnar eins fljótt og kostur er. Framhald málsins ráðist á næstu dögum en ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Umsækjendur um átta lausar stöður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða segja víða pott brotinn í umsögn dómnefndar um hæfi héraðsdómara. Settur ráðherra í málinu hefur nú til skoðunar hvort tilefni sé til að hvika frá mati nefndarinnar. Dómnefndin skilaði mati sínu 22. desember síðastliðinn en skipa átti í stöðurnar frá og með áramótum. Viku síðar sendi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og settur dómsmálaráðherra í málinu, nefndinni bréf með athugasemdum um umsögnina. Fréttablaðið hefur rætt við hóp umsækjenda um stöðurnar. Stærstur hluti þeirra tekur undir gagnrýni ráðherra á mat nefndarinnar. Matið virðist til að mynda að hluta í ósamræmi við fyrri möt sem nefndin hefur sent frá sér. „Það sem áður fékk mikið vægi fær minna vægi nú. Þannig virðist sem sérstaklega hafi átt að toga einhverja umsækjendur upp umfram aðra,“ segir einn umsækjenda. Hluti umsækjenda hafði á orði að ósamræmi hefði verið innan núverandi umsagnar. Meðal annars hefur það þótt skjóta skökku við að Jónas Jóhannsson, sem var skipaður dómari í tuttugu ár, hafi skorað lægra í matsliðnum reynsla af dómstörfum en umsækjandi sem hefur verið settur dómari í átta ár. Þá þykir mörgum það undarlegt að tveir umsækjendur, með samtals 29 mánaða reynslu sem settir dómarar, skyldu metnir jafnsettir honum í þeim matslið. „Það áttu held ég allir von á að Jónas og sjö önnur myndu hreppa hnossið,“ segir einn umsækjenda. Matsnefndin svaraði athugasemdum setts dómsmálaráðherra með bréfi í gær. Þar er töluliðunum tíu, sem fram komu í bréfi ráðherra, svarað lið fyrir lið. Kemur þar meðal annars fram að „reynslan af fyrstu starfsárunum í hverju starfi [vegi] tiltölulega þyngst, þannig að síður er ástæða til að gera upp á milli umsækjenda með langa starfsreynslu að baki þótt einn þeirra hafi gegnt starfi nokkru lengur en annar“. Meðan ekki hefur verið skipað í stöðurnar vantar tæpan fimmtung upp á það að héraðsdómarar landsins séu jafn margir og lögmælt er. Slíkt getur haft þau áhrif að frestun verði á meðferð mála fyrir dómi. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður setts dómsmálaráðherra, segir að allt tiltækt starfslið ráðuneytisins muni fara yfir svarbréf nefndarinnar eins fljótt og kostur er. Framhald málsins ráðist á næstu dögum en ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar hæfnisnefndinni nokkuð harðort bréf þar sem hann efast um það hvort mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. 29. desember 2017 21:03