Vekur athygli á að sumir kaupa vinsældir Guðný Hrönn skrifar 4. janúar 2018 10:30 Lilja segir suma svokallaða áhrifavalda kaupa sér fylgjendur og vakti athygli á því á Facebook í vikunni. Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebook-hópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu að kaupa sér fylgjendur á Instagram og sambærilegum miðlum. Færslan vakti mikil viðbrögð og virtust sumir steinhissa á að þetta væri hægt yfirhöfuð. Lilja, sem vildi ekki nefna nein nöfn, birti með færslunni samanburð á fylgjendaaukningu tveggja áhrifavalda. Tölurnar fékk hún í gegnum vefsíðuna socialblade.com. „Mig langaði bara að upplýsa fólk um að það getur farið inn á þessa síðu og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni á að kaupa þjónustu sem veitir upplýsingar um áhrifavalda, þá er þessi síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vísbendingar um hvort fólk sé með raunverulegan fylgjendahóp,“ útskýrir Lilja. Hana grunar að margir fyrirtækjaeigendur séu ekki meðvitaðir um að sumir svokallaðir áhrifavaldar hafi keypt fylgjendur en séu svo í samstarfi við fyrirtæki og birta auglýsingar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur einnig „like“ og athugasemdir. „Þegar manneskja er að kaupa sér fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það og gera bara ráð fyrir að þetta sé einstaklingur með ótrúlega marga fylgjendur og setja sig í samband við hann. Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur að svíkja og blekkja fyrirtækið því hann er ekki með alvöru fylgjendur. Hann er augljóslega að ljúga til um hversu margra einstaklinga hann nær til með myndunum sínum eða myndböndum,“ segir Lilja og bætir við að keyptir fylgjendur endist ekki alltaf lengi.„Yfirleitt þegar fólk er að kaupa sér fylgjendur þá missir það fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma vegna þess að Instagram eyðir „feik“-síðum.“ Lilja tekur fram að vefsíður á borð við Socialblade og phlanx.com gefi aðeins vísbendingar um hvort tilteknir Instagram-notendur séu að kaupa sér fylgjendur. „Maður getur ekki fengið 100% svar.“ Spurð út í af hverju hún hafi viljað vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig langar bara að fólk viti af þessu. Þetta er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka svekkjandi fyrir fólk sem er með minni fylgjendahóp og skilur ekki af hverju það fær ekki fleiri fylgjendur. En svo er líka fólk þarna úti, hæfileikaríkt fólk, sem er með stóran hóp af fylgjendum.“ Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebook-hópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu að kaupa sér fylgjendur á Instagram og sambærilegum miðlum. Færslan vakti mikil viðbrögð og virtust sumir steinhissa á að þetta væri hægt yfirhöfuð. Lilja, sem vildi ekki nefna nein nöfn, birti með færslunni samanburð á fylgjendaaukningu tveggja áhrifavalda. Tölurnar fékk hún í gegnum vefsíðuna socialblade.com. „Mig langaði bara að upplýsa fólk um að það getur farið inn á þessa síðu og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni á að kaupa þjónustu sem veitir upplýsingar um áhrifavalda, þá er þessi síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vísbendingar um hvort fólk sé með raunverulegan fylgjendahóp,“ útskýrir Lilja. Hana grunar að margir fyrirtækjaeigendur séu ekki meðvitaðir um að sumir svokallaðir áhrifavaldar hafi keypt fylgjendur en séu svo í samstarfi við fyrirtæki og birta auglýsingar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur einnig „like“ og athugasemdir. „Þegar manneskja er að kaupa sér fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það og gera bara ráð fyrir að þetta sé einstaklingur með ótrúlega marga fylgjendur og setja sig í samband við hann. Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur að svíkja og blekkja fyrirtækið því hann er ekki með alvöru fylgjendur. Hann er augljóslega að ljúga til um hversu margra einstaklinga hann nær til með myndunum sínum eða myndböndum,“ segir Lilja og bætir við að keyptir fylgjendur endist ekki alltaf lengi.„Yfirleitt þegar fólk er að kaupa sér fylgjendur þá missir það fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma vegna þess að Instagram eyðir „feik“-síðum.“ Lilja tekur fram að vefsíður á borð við Socialblade og phlanx.com gefi aðeins vísbendingar um hvort tilteknir Instagram-notendur séu að kaupa sér fylgjendur. „Maður getur ekki fengið 100% svar.“ Spurð út í af hverju hún hafi viljað vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig langar bara að fólk viti af þessu. Þetta er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka svekkjandi fyrir fólk sem er með minni fylgjendahóp og skilur ekki af hverju það fær ekki fleiri fylgjendur. En svo er líka fólk þarna úti, hæfileikaríkt fólk, sem er með stóran hóp af fylgjendum.“
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira