Vekur athygli á að sumir kaupa vinsældir Guðný Hrönn skrifar 4. janúar 2018 10:30 Lilja segir suma svokallaða áhrifavalda kaupa sér fylgjendur og vakti athygli á því á Facebook í vikunni. Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebook-hópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu að kaupa sér fylgjendur á Instagram og sambærilegum miðlum. Færslan vakti mikil viðbrögð og virtust sumir steinhissa á að þetta væri hægt yfirhöfuð. Lilja, sem vildi ekki nefna nein nöfn, birti með færslunni samanburð á fylgjendaaukningu tveggja áhrifavalda. Tölurnar fékk hún í gegnum vefsíðuna socialblade.com. „Mig langaði bara að upplýsa fólk um að það getur farið inn á þessa síðu og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni á að kaupa þjónustu sem veitir upplýsingar um áhrifavalda, þá er þessi síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vísbendingar um hvort fólk sé með raunverulegan fylgjendahóp,“ útskýrir Lilja. Hana grunar að margir fyrirtækjaeigendur séu ekki meðvitaðir um að sumir svokallaðir áhrifavaldar hafi keypt fylgjendur en séu svo í samstarfi við fyrirtæki og birta auglýsingar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur einnig „like“ og athugasemdir. „Þegar manneskja er að kaupa sér fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það og gera bara ráð fyrir að þetta sé einstaklingur með ótrúlega marga fylgjendur og setja sig í samband við hann. Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur að svíkja og blekkja fyrirtækið því hann er ekki með alvöru fylgjendur. Hann er augljóslega að ljúga til um hversu margra einstaklinga hann nær til með myndunum sínum eða myndböndum,“ segir Lilja og bætir við að keyptir fylgjendur endist ekki alltaf lengi.„Yfirleitt þegar fólk er að kaupa sér fylgjendur þá missir það fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma vegna þess að Instagram eyðir „feik“-síðum.“ Lilja tekur fram að vefsíður á borð við Socialblade og phlanx.com gefi aðeins vísbendingar um hvort tilteknir Instagram-notendur séu að kaupa sér fylgjendur. „Maður getur ekki fengið 100% svar.“ Spurð út í af hverju hún hafi viljað vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig langar bara að fólk viti af þessu. Þetta er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka svekkjandi fyrir fólk sem er með minni fylgjendahóp og skilur ekki af hverju það fær ekki fleiri fylgjendur. En svo er líka fólk þarna úti, hæfileikaríkt fólk, sem er með stóran hóp af fylgjendum.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebook-hópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu að kaupa sér fylgjendur á Instagram og sambærilegum miðlum. Færslan vakti mikil viðbrögð og virtust sumir steinhissa á að þetta væri hægt yfirhöfuð. Lilja, sem vildi ekki nefna nein nöfn, birti með færslunni samanburð á fylgjendaaukningu tveggja áhrifavalda. Tölurnar fékk hún í gegnum vefsíðuna socialblade.com. „Mig langaði bara að upplýsa fólk um að það getur farið inn á þessa síðu og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni á að kaupa þjónustu sem veitir upplýsingar um áhrifavalda, þá er þessi síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vísbendingar um hvort fólk sé með raunverulegan fylgjendahóp,“ útskýrir Lilja. Hana grunar að margir fyrirtækjaeigendur séu ekki meðvitaðir um að sumir svokallaðir áhrifavaldar hafi keypt fylgjendur en séu svo í samstarfi við fyrirtæki og birta auglýsingar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur einnig „like“ og athugasemdir. „Þegar manneskja er að kaupa sér fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það og gera bara ráð fyrir að þetta sé einstaklingur með ótrúlega marga fylgjendur og setja sig í samband við hann. Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur að svíkja og blekkja fyrirtækið því hann er ekki með alvöru fylgjendur. Hann er augljóslega að ljúga til um hversu margra einstaklinga hann nær til með myndunum sínum eða myndböndum,“ segir Lilja og bætir við að keyptir fylgjendur endist ekki alltaf lengi.„Yfirleitt þegar fólk er að kaupa sér fylgjendur þá missir það fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma vegna þess að Instagram eyðir „feik“-síðum.“ Lilja tekur fram að vefsíður á borð við Socialblade og phlanx.com gefi aðeins vísbendingar um hvort tilteknir Instagram-notendur séu að kaupa sér fylgjendur. „Maður getur ekki fengið 100% svar.“ Spurð út í af hverju hún hafi viljað vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig langar bara að fólk viti af þessu. Þetta er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka svekkjandi fyrir fólk sem er með minni fylgjendahóp og skilur ekki af hverju það fær ekki fleiri fylgjendur. En svo er líka fólk þarna úti, hæfileikaríkt fólk, sem er með stóran hóp af fylgjendum.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira