Vekur athygli á að sumir kaupa vinsældir Guðný Hrönn skrifar 4. janúar 2018 10:30 Lilja segir suma svokallaða áhrifavalda kaupa sér fylgjendur og vakti athygli á því á Facebook í vikunni. Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebook-hópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu að kaupa sér fylgjendur á Instagram og sambærilegum miðlum. Færslan vakti mikil viðbrögð og virtust sumir steinhissa á að þetta væri hægt yfirhöfuð. Lilja, sem vildi ekki nefna nein nöfn, birti með færslunni samanburð á fylgjendaaukningu tveggja áhrifavalda. Tölurnar fékk hún í gegnum vefsíðuna socialblade.com. „Mig langaði bara að upplýsa fólk um að það getur farið inn á þessa síðu og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni á að kaupa þjónustu sem veitir upplýsingar um áhrifavalda, þá er þessi síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vísbendingar um hvort fólk sé með raunverulegan fylgjendahóp,“ útskýrir Lilja. Hana grunar að margir fyrirtækjaeigendur séu ekki meðvitaðir um að sumir svokallaðir áhrifavaldar hafi keypt fylgjendur en séu svo í samstarfi við fyrirtæki og birta auglýsingar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur einnig „like“ og athugasemdir. „Þegar manneskja er að kaupa sér fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það og gera bara ráð fyrir að þetta sé einstaklingur með ótrúlega marga fylgjendur og setja sig í samband við hann. Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur að svíkja og blekkja fyrirtækið því hann er ekki með alvöru fylgjendur. Hann er augljóslega að ljúga til um hversu margra einstaklinga hann nær til með myndunum sínum eða myndböndum,“ segir Lilja og bætir við að keyptir fylgjendur endist ekki alltaf lengi.„Yfirleitt þegar fólk er að kaupa sér fylgjendur þá missir það fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma vegna þess að Instagram eyðir „feik“-síðum.“ Lilja tekur fram að vefsíður á borð við Socialblade og phlanx.com gefi aðeins vísbendingar um hvort tilteknir Instagram-notendur séu að kaupa sér fylgjendur. „Maður getur ekki fengið 100% svar.“ Spurð út í af hverju hún hafi viljað vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig langar bara að fólk viti af þessu. Þetta er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka svekkjandi fyrir fólk sem er með minni fylgjendahóp og skilur ekki af hverju það fær ekki fleiri fylgjendur. En svo er líka fólk þarna úti, hæfileikaríkt fólk, sem er með stóran hóp af fylgjendum.“ Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebook-hópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu að kaupa sér fylgjendur á Instagram og sambærilegum miðlum. Færslan vakti mikil viðbrögð og virtust sumir steinhissa á að þetta væri hægt yfirhöfuð. Lilja, sem vildi ekki nefna nein nöfn, birti með færslunni samanburð á fylgjendaaukningu tveggja áhrifavalda. Tölurnar fékk hún í gegnum vefsíðuna socialblade.com. „Mig langaði bara að upplýsa fólk um að það getur farið inn á þessa síðu og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni á að kaupa þjónustu sem veitir upplýsingar um áhrifavalda, þá er þessi síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vísbendingar um hvort fólk sé með raunverulegan fylgjendahóp,“ útskýrir Lilja. Hana grunar að margir fyrirtækjaeigendur séu ekki meðvitaðir um að sumir svokallaðir áhrifavaldar hafi keypt fylgjendur en séu svo í samstarfi við fyrirtæki og birta auglýsingar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur einnig „like“ og athugasemdir. „Þegar manneskja er að kaupa sér fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það og gera bara ráð fyrir að þetta sé einstaklingur með ótrúlega marga fylgjendur og setja sig í samband við hann. Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur að svíkja og blekkja fyrirtækið því hann er ekki með alvöru fylgjendur. Hann er augljóslega að ljúga til um hversu margra einstaklinga hann nær til með myndunum sínum eða myndböndum,“ segir Lilja og bætir við að keyptir fylgjendur endist ekki alltaf lengi.„Yfirleitt þegar fólk er að kaupa sér fylgjendur þá missir það fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma vegna þess að Instagram eyðir „feik“-síðum.“ Lilja tekur fram að vefsíður á borð við Socialblade og phlanx.com gefi aðeins vísbendingar um hvort tilteknir Instagram-notendur séu að kaupa sér fylgjendur. „Maður getur ekki fengið 100% svar.“ Spurð út í af hverju hún hafi viljað vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig langar bara að fólk viti af þessu. Þetta er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka svekkjandi fyrir fólk sem er með minni fylgjendahóp og skilur ekki af hverju það fær ekki fleiri fylgjendur. En svo er líka fólk þarna úti, hæfileikaríkt fólk, sem er með stóran hóp af fylgjendum.“
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein