Lífið

Stefán á leiðinni á klámhátíð í Las Vegas: „Í raun Óskarinn í hommakláminu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán kemur sjálfur til dyranna eins og hann er klæddur.
Stefán kemur sjálfur til dyranna eins og hann er klæddur.

„Ég er að fljúga út til Las Vegas í kvöld og svo er það rauði dregillinn í næstu viku,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason sem fjallað var um í Leitinni af upprunanum á Stöð 2 í vetur. Þá fór hann út til Rúmeníu og hitti þar fjölskyldu sína en hann var ættleiddur til landsins árið 1997. Stefán var í viðtali hjá Völu Eiríks á FM957 í dag. Þar kom í ljós að hann er að fara á verðlaunahátíð í tengslum við klám samkynhneigðra karlamanna.

Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Í tengslum við umfjöllun um Stefán í þáttunum Leitin af upprunanum kom í ljós að hann er klámstjarna og titla sig það sjálfur.

„Þetta er í raun Óskarinn í hommakláminu. Eftir svona stuttan feril þá er þetta rosalegur heiður og rosalega gaman.“

Í mars fer Stefán aftur út til Bandaríkjanna og þá til San Francisco.

„Þá ætla ég að reyna að vinna verðlaun fyrir besta nýliðann í kláminu. Ég er á topp fimm lista af nýjum klámmyndaleikurum og ég ætla reyna að rústa því. Ég er frekar stressaður, því strákarnir sem eru á móti mér eru svo svakalega góðir.“

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×