Þúsundir sérfræðinga eftir sementssprengingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Sílóin fjögur reyndust sérlega rammgerð og hallast nú lítið eitt eftir umtalaða sprengingu Work North á Akranesi á laugardag. vísir/anton brink „Við vissum að þetta væri rammgert en þegar svona fer af stað þá eru allt í einu 10 þúsund sprengjusérfræðingar til á landinu,“ segir Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf. sem sér um niðurrif á Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Tilraun til að fella fjögur síló á lóð verksmiðjunnar með sprengjum mistókst síðasta laugardag en Þorsteinn segir að gert hafi verið ráð fyrir að það gæti gerst. „Þeir fóru ekki niður í þetta skiptið en þetta var líka ein margra sviðsmynda sem við vorum með uppi því það var ekki vitað hversu óhemju mikil járnabinding og steypa væri þarna í.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að stilla turnana af með fyrstu sprengingunni og vitað að þeir fari í þá átt sem þeir vildu að þeir færu. Eins og fram hefur komið gerðu bæjaryfirvöld ekki ráð fyrir að ráðist yrði í framkvæmdirnar fyrr en á nýju ári og kom sprengingin því bæði stjórnendum og mörgum íbúum á óvart. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, sagði í Fréttablaðinu að þetta hefði gert það að verkum að bærinn hafi ekki getað sinnt upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa sem skyldi. Verktakinn vildi ekki draga athygli að sprengingunni til að tryggja öryggi fólks sem ætti til að safnast saman við slík tækifæri. Framkvæmdin hefur verið gagnrýnd og sú staðreynd að vanmetið hafi verið hversu járnbent mannvirkið var. Nokkuð sem margir heimamenn segja að þeir hefðu getað sagt þeim sem vildu vita. Þorsteinn segir að farið hafi verið eftir teikningum, en margir verði sérfræðingar eftir á. Aðspurður um reynslu fyrirtækisins af sprengjuniðurrifi segir Þorsteinn að Work North hafi keypt sér þjónustu sprengjusérfræðings fyrir verkið sem hafi séð um framkvæmdina. Nú sé verið að skoða næstu skref með þeim sérfræðingi og verkfræðingum. „Þetta er ekkert mál. Við erum með svæðið tryggt, þetta er innan okkar verksvæðis og hluti af niðurrifinu. Þessir turnar fara auðvitað niður. Ef við þurfum að sprengja aftur þá gerum við það og tilkynnt verður um þá framkvæmd. Þetta er allt samkvæmt bókinni. Við gætum fyllsta öryggis og þetta er allt í samráði við opinbera eftirlitsaðila.“ Akranesbær sendi svo í gærkvöldi frá sér tilkynningu þess efnis að reyna ætti aftur við sílóin í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við vissum að þetta væri rammgert en þegar svona fer af stað þá eru allt í einu 10 þúsund sprengjusérfræðingar til á landinu,“ segir Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri Work North ehf. sem sér um niðurrif á Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Tilraun til að fella fjögur síló á lóð verksmiðjunnar með sprengjum mistókst síðasta laugardag en Þorsteinn segir að gert hafi verið ráð fyrir að það gæti gerst. „Þeir fóru ekki niður í þetta skiptið en þetta var líka ein margra sviðsmynda sem við vorum með uppi því það var ekki vitað hversu óhemju mikil járnabinding og steypa væri þarna í.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að stilla turnana af með fyrstu sprengingunni og vitað að þeir fari í þá átt sem þeir vildu að þeir færu. Eins og fram hefur komið gerðu bæjaryfirvöld ekki ráð fyrir að ráðist yrði í framkvæmdirnar fyrr en á nýju ári og kom sprengingin því bæði stjórnendum og mörgum íbúum á óvart. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, sagði í Fréttablaðinu að þetta hefði gert það að verkum að bærinn hafi ekki getað sinnt upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa sem skyldi. Verktakinn vildi ekki draga athygli að sprengingunni til að tryggja öryggi fólks sem ætti til að safnast saman við slík tækifæri. Framkvæmdin hefur verið gagnrýnd og sú staðreynd að vanmetið hafi verið hversu járnbent mannvirkið var. Nokkuð sem margir heimamenn segja að þeir hefðu getað sagt þeim sem vildu vita. Þorsteinn segir að farið hafi verið eftir teikningum, en margir verði sérfræðingar eftir á. Aðspurður um reynslu fyrirtækisins af sprengjuniðurrifi segir Þorsteinn að Work North hafi keypt sér þjónustu sprengjusérfræðings fyrir verkið sem hafi séð um framkvæmdina. Nú sé verið að skoða næstu skref með þeim sérfræðingi og verkfræðingum. „Þetta er ekkert mál. Við erum með svæðið tryggt, þetta er innan okkar verksvæðis og hluti af niðurrifinu. Þessir turnar fara auðvitað niður. Ef við þurfum að sprengja aftur þá gerum við það og tilkynnt verður um þá framkvæmd. Þetta er allt samkvæmt bókinni. Við gætum fyllsta öryggis og þetta er allt í samráði við opinbera eftirlitsaðila.“ Akranesbær sendi svo í gærkvöldi frá sér tilkynningu þess efnis að reyna ætti aftur við sílóin í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira