Morðtíðni á Íslandi áhyggjuefni að mati prófessors Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:57 Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira