Innlent

Sigríður Hrólfsdóttir látin

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Sigríður Hrólfsdóttir.
Sigríður Hrólfsdóttir.
Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, er látin. Sigríður var ásamt fjölskyldu sinni stödd erlendis í fríi þegar hún varð bráðkvödd. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Símanum.

Sigríður hefur setið í stjórn Símans frá júlí 2013 og verið stjórnarformaður félagsins frá sama tíma.

Í tilkynningunni segir að starfsfólk og stjórn Símans séu harmi slegin yfir þessu óvænta fráfalli og votti fjölskyldu hennar innilega samúð. Er Sigríði þakkað fyrir ósérhlífið framlag til félagsins á undanförnum árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.