Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir vill varðveita þessa byggingu. Vísir/Eyþór/Já.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan. Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan.
Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent