Reyndi að vekja nágranna sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2018 07:48 Þessar myndir tók Árni í nótt af reyknum á stigaganginum, af slökkviliðinu er það mætti á vettvang og af íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Árni Árnason Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“ Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29