Tala saman yfir vinnunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 20:00 Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira