Tala saman yfir vinnunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 20:00 Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira