Dýr deila um eignafyrirkomulag lagna og frárennslis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 08:52 Fjórar íbúðir eru í húsinu á Bústaðavegi 99 og 101. Fréttablaðið/Eyþór Deila um eignafyrirkomulag á frárennslis- og skólplögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseigenda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í málskostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eigendur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vesturhlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eigendurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austurhlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Vanræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsynlegt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Deila um eignafyrirkomulag á frárennslis- og skólplögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseigenda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í málskostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eigendur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vesturhlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eigendurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austurhlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Vanræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsynlegt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira