Vætutíð veldur búsifjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2018 20:00 Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna býst við seinkun á uppskeru ef framhald verður á vætutíð. Skjáskot/Stöð 2 Ýmsar atvinnugreinar eru farnar að fá að kenna á rigningunni í sumar á Suðvesturlandi. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna býst við seinkun á uppskeru ef framhald verður á og Már Guðmundsson formaður málarameistara segir vætutíðina hafa haft veruleg áhrif á afkomu í greininni. Þeir muna varla eftir annarri eins vætutíð. Frá upphafi mælinga hefur aldrei mælst eins mikil úrkoma í Reykjavík og í maí. Það sem af er júní hefur nánast rignt uppá hvern einasta dag og lítið lát virðist ætla að vera á því næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna segist varla muna eftir öðru eins. Vætutíðin hafi mikil áhrif. „Þetta hefur gríðarleg áhrif. Minna auðvitað hjá þeim sem rækta með lýsingu sem geta stýrt hitastigi og birtu hjá sér. En þeim meiri á þá sem stunda útirækt,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að mikill klaki í jörðu í vor, vætutíð í sumar og næturkuldi í júní seinki vonandi ekki uppskerunni um meira en hálfan mánuð. Ef sólin fari að skína þurfi rigningartíðin ekki heldur að hafa nein áhrif. Góður veðurkafli geti gjörbreytt uppskeruhorfum. En veðrið hafi einnig áhrif á fæðuval fólks. „Fólk borðar öðruvísi þegar veðrið er slæmt. Það t.d. hægir á sölu á jarðaberum og tómötum ef það er þungbært. Þannig að við í garðyrkjunni vonumst til að landsmenn fari nú að borða meira grænmeti og þá láti sólin sjá sig,“ segir Gunnlaugur og brosir.Áhrif á fleiri atvinnugreinar Már Guðmundsson formaður Málarameistarafélagsins er sama sinnis og Gunnlaugur og man vart eftir öðru eins. Þá hafi vætutíðin haft mikil áhrif í sinni iðngrein. Málarameistarar hafi ekki getað byrjað á verkefnum eða lokið þeim vegna rigningar. Það hafi síðan haft mikil áhrif á afkomu í greininni. Ef fram haldi sem horfi sé hætta á að verkefni klárist ekki fyrir veturinn. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Ýmsar atvinnugreinar eru farnar að fá að kenna á rigningunni í sumar á Suðvesturlandi. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna býst við seinkun á uppskeru ef framhald verður á og Már Guðmundsson formaður málarameistara segir vætutíðina hafa haft veruleg áhrif á afkomu í greininni. Þeir muna varla eftir annarri eins vætutíð. Frá upphafi mælinga hefur aldrei mælst eins mikil úrkoma í Reykjavík og í maí. Það sem af er júní hefur nánast rignt uppá hvern einasta dag og lítið lát virðist ætla að vera á því næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags Garðyrkjumanna segist varla muna eftir öðru eins. Vætutíðin hafi mikil áhrif. „Þetta hefur gríðarleg áhrif. Minna auðvitað hjá þeim sem rækta með lýsingu sem geta stýrt hitastigi og birtu hjá sér. En þeim meiri á þá sem stunda útirækt,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að mikill klaki í jörðu í vor, vætutíð í sumar og næturkuldi í júní seinki vonandi ekki uppskerunni um meira en hálfan mánuð. Ef sólin fari að skína þurfi rigningartíðin ekki heldur að hafa nein áhrif. Góður veðurkafli geti gjörbreytt uppskeruhorfum. En veðrið hafi einnig áhrif á fæðuval fólks. „Fólk borðar öðruvísi þegar veðrið er slæmt. Það t.d. hægir á sölu á jarðaberum og tómötum ef það er þungbært. Þannig að við í garðyrkjunni vonumst til að landsmenn fari nú að borða meira grænmeti og þá láti sólin sjá sig,“ segir Gunnlaugur og brosir.Áhrif á fleiri atvinnugreinar Már Guðmundsson formaður Málarameistarafélagsins er sama sinnis og Gunnlaugur og man vart eftir öðru eins. Þá hafi vætutíðin haft mikil áhrif í sinni iðngrein. Málarameistarar hafi ekki getað byrjað á verkefnum eða lokið þeim vegna rigningar. Það hafi síðan haft mikil áhrif á afkomu í greininni. Ef fram haldi sem horfi sé hætta á að verkefni klárist ekki fyrir veturinn.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira