Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen. Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen.
Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00