Til skoðunar að krefjast skaðabóta vegna vandræða við framkvæmd samræmdra prófa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Forstjóri Menntamálstofnunar segir til skoðunar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem rekur kerfi sem notað er við framkvæmd samræmdra prófa og krefjast skaðabóta. Í dag þurfti að fresta samræmdu prófi í ensku en þetta er í annað sinn í þessari viku sem slíkt gerist vegna bilana í kerfinu. Fresta þurfti samræmdu prófi í ensku hjá 9. bekkingum í dag, líkt og íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudaginn, vegna tæknilegra örðugleika. Tæpum helmingi nemenda tókst þó að ljúka prófinu í morgun en óljóst er ennþá hvenær og með hvaða hætti prófin verða lögð fyrir aftur. Samræmt próf í stærðfræði sem fram fór í gær, gekk þó vandræðalaust fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, harmar uppákomuna. „Það er óviðunandi að nemendur þurfi að þreyta prófið við þessar kringumstæður og nú skiptir máli að huga að nemendum, upplýsa þá vel um þetta,“ segir Arnór, í samtali við Stöð 2. Bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, sem hefur umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðist afsökunar vegna vandamálsins sem upp kom í kerfinu. „Þeir sögðu hjá Assessment Systems, sem að reka prófakerfið, að þeir væru klárir með allt og stærðfræðin gekk vel á fimmtudaginn en síðan komu upp svipuð vandamál aftur,“ segir Arnór. Menntamálastofnun birti reglulega uppfærslur á Facebook um gang mála í morgun þar sem kennarar, skólastjórnendur og foreldrar lýstu yfir mikilli óánægju með framkvæmdina. Nemendur í Grenivíkurskóla brugðu á það ráð að grípa í spil meðan þeir biðu eftir að geta tekið prófið, en allt kom fyrir ekki. Stuttu síðar barst tilkynning um að prófinu yrði frestað. Þetta er í fjórða sinn sem prófin eru keyrð með sama hætti en þó ekki í fyrsta sinn sem tæknilegir örðugleikar koma upp. Það kemur nú fyllilega til greina að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið sem hljóðar upp á nokkrar milljónir á ári. „Við munum íhuga okkar stöðu mjög vel hvaðþetta varðar,“ segir Arnór. Spurður hvort til greina komi að fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu segir hann það koma til greina.„Ég held aðþað sé eitt af því sem við munum íhuga.“ Arnór hefur verið boðaður á fund allsherjar og menntamálanefndar á mánudaginn ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins til að ræða framkvæmd prófanna. Þrátt fyrir vandræðaganginn segir Arnór rafræna framkvæmd prófanna hafa sína kosti og ólíklegt sé að horfið verði til hefðbundinna prófa á pappír. Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Forstjóri Menntamálstofnunar segir til skoðunar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem rekur kerfi sem notað er við framkvæmd samræmdra prófa og krefjast skaðabóta. Í dag þurfti að fresta samræmdu prófi í ensku en þetta er í annað sinn í þessari viku sem slíkt gerist vegna bilana í kerfinu. Fresta þurfti samræmdu prófi í ensku hjá 9. bekkingum í dag, líkt og íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudaginn, vegna tæknilegra örðugleika. Tæpum helmingi nemenda tókst þó að ljúka prófinu í morgun en óljóst er ennþá hvenær og með hvaða hætti prófin verða lögð fyrir aftur. Samræmt próf í stærðfræði sem fram fór í gær, gekk þó vandræðalaust fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, harmar uppákomuna. „Það er óviðunandi að nemendur þurfi að þreyta prófið við þessar kringumstæður og nú skiptir máli að huga að nemendum, upplýsa þá vel um þetta,“ segir Arnór, í samtali við Stöð 2. Bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, sem hefur umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðist afsökunar vegna vandamálsins sem upp kom í kerfinu. „Þeir sögðu hjá Assessment Systems, sem að reka prófakerfið, að þeir væru klárir með allt og stærðfræðin gekk vel á fimmtudaginn en síðan komu upp svipuð vandamál aftur,“ segir Arnór. Menntamálastofnun birti reglulega uppfærslur á Facebook um gang mála í morgun þar sem kennarar, skólastjórnendur og foreldrar lýstu yfir mikilli óánægju með framkvæmdina. Nemendur í Grenivíkurskóla brugðu á það ráð að grípa í spil meðan þeir biðu eftir að geta tekið prófið, en allt kom fyrir ekki. Stuttu síðar barst tilkynning um að prófinu yrði frestað. Þetta er í fjórða sinn sem prófin eru keyrð með sama hætti en þó ekki í fyrsta sinn sem tæknilegir örðugleikar koma upp. Það kemur nú fyllilega til greina að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið sem hljóðar upp á nokkrar milljónir á ári. „Við munum íhuga okkar stöðu mjög vel hvaðþetta varðar,“ segir Arnór. Spurður hvort til greina komi að fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu segir hann það koma til greina.„Ég held aðþað sé eitt af því sem við munum íhuga.“ Arnór hefur verið boðaður á fund allsherjar og menntamálanefndar á mánudaginn ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins til að ræða framkvæmd prófanna. Þrátt fyrir vandræðaganginn segir Arnór rafræna framkvæmd prófanna hafa sína kosti og ólíklegt sé að horfið verði til hefðbundinna prófa á pappír.
Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24