Til skoðunar að krefjast skaðabóta vegna vandræða við framkvæmd samræmdra prófa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Forstjóri Menntamálstofnunar segir til skoðunar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem rekur kerfi sem notað er við framkvæmd samræmdra prófa og krefjast skaðabóta. Í dag þurfti að fresta samræmdu prófi í ensku en þetta er í annað sinn í þessari viku sem slíkt gerist vegna bilana í kerfinu. Fresta þurfti samræmdu prófi í ensku hjá 9. bekkingum í dag, líkt og íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudaginn, vegna tæknilegra örðugleika. Tæpum helmingi nemenda tókst þó að ljúka prófinu í morgun en óljóst er ennþá hvenær og með hvaða hætti prófin verða lögð fyrir aftur. Samræmt próf í stærðfræði sem fram fór í gær, gekk þó vandræðalaust fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, harmar uppákomuna. „Það er óviðunandi að nemendur þurfi að þreyta prófið við þessar kringumstæður og nú skiptir máli að huga að nemendum, upplýsa þá vel um þetta,“ segir Arnór, í samtali við Stöð 2. Bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, sem hefur umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðist afsökunar vegna vandamálsins sem upp kom í kerfinu. „Þeir sögðu hjá Assessment Systems, sem að reka prófakerfið, að þeir væru klárir með allt og stærðfræðin gekk vel á fimmtudaginn en síðan komu upp svipuð vandamál aftur,“ segir Arnór. Menntamálastofnun birti reglulega uppfærslur á Facebook um gang mála í morgun þar sem kennarar, skólastjórnendur og foreldrar lýstu yfir mikilli óánægju með framkvæmdina. Nemendur í Grenivíkurskóla brugðu á það ráð að grípa í spil meðan þeir biðu eftir að geta tekið prófið, en allt kom fyrir ekki. Stuttu síðar barst tilkynning um að prófinu yrði frestað. Þetta er í fjórða sinn sem prófin eru keyrð með sama hætti en þó ekki í fyrsta sinn sem tæknilegir örðugleikar koma upp. Það kemur nú fyllilega til greina að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið sem hljóðar upp á nokkrar milljónir á ári. „Við munum íhuga okkar stöðu mjög vel hvaðþetta varðar,“ segir Arnór. Spurður hvort til greina komi að fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu segir hann það koma til greina.„Ég held aðþað sé eitt af því sem við munum íhuga.“ Arnór hefur verið boðaður á fund allsherjar og menntamálanefndar á mánudaginn ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins til að ræða framkvæmd prófanna. Þrátt fyrir vandræðaganginn segir Arnór rafræna framkvæmd prófanna hafa sína kosti og ólíklegt sé að horfið verði til hefðbundinna prófa á pappír. Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Forstjóri Menntamálstofnunar segir til skoðunar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem rekur kerfi sem notað er við framkvæmd samræmdra prófa og krefjast skaðabóta. Í dag þurfti að fresta samræmdu prófi í ensku en þetta er í annað sinn í þessari viku sem slíkt gerist vegna bilana í kerfinu. Fresta þurfti samræmdu prófi í ensku hjá 9. bekkingum í dag, líkt og íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudaginn, vegna tæknilegra örðugleika. Tæpum helmingi nemenda tókst þó að ljúka prófinu í morgun en óljóst er ennþá hvenær og með hvaða hætti prófin verða lögð fyrir aftur. Samræmt próf í stærðfræði sem fram fór í gær, gekk þó vandræðalaust fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, harmar uppákomuna. „Það er óviðunandi að nemendur þurfi að þreyta prófið við þessar kringumstæður og nú skiptir máli að huga að nemendum, upplýsa þá vel um þetta,“ segir Arnór, í samtali við Stöð 2. Bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, sem hefur umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðist afsökunar vegna vandamálsins sem upp kom í kerfinu. „Þeir sögðu hjá Assessment Systems, sem að reka prófakerfið, að þeir væru klárir með allt og stærðfræðin gekk vel á fimmtudaginn en síðan komu upp svipuð vandamál aftur,“ segir Arnór. Menntamálastofnun birti reglulega uppfærslur á Facebook um gang mála í morgun þar sem kennarar, skólastjórnendur og foreldrar lýstu yfir mikilli óánægju með framkvæmdina. Nemendur í Grenivíkurskóla brugðu á það ráð að grípa í spil meðan þeir biðu eftir að geta tekið prófið, en allt kom fyrir ekki. Stuttu síðar barst tilkynning um að prófinu yrði frestað. Þetta er í fjórða sinn sem prófin eru keyrð með sama hætti en þó ekki í fyrsta sinn sem tæknilegir örðugleikar koma upp. Það kemur nú fyllilega til greina að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið sem hljóðar upp á nokkrar milljónir á ári. „Við munum íhuga okkar stöðu mjög vel hvaðþetta varðar,“ segir Arnór. Spurður hvort til greina komi að fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu segir hann það koma til greina.„Ég held aðþað sé eitt af því sem við munum íhuga.“ Arnór hefur verið boðaður á fund allsherjar og menntamálanefndar á mánudaginn ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins til að ræða framkvæmd prófanna. Þrátt fyrir vandræðaganginn segir Arnór rafræna framkvæmd prófanna hafa sína kosti og ólíklegt sé að horfið verði til hefðbundinna prófa á pappír.
Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24