Til skoðunar að krefjast skaðabóta vegna vandræða við framkvæmd samræmdra prófa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Forstjóri Menntamálstofnunar segir til skoðunar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem rekur kerfi sem notað er við framkvæmd samræmdra prófa og krefjast skaðabóta. Í dag þurfti að fresta samræmdu prófi í ensku en þetta er í annað sinn í þessari viku sem slíkt gerist vegna bilana í kerfinu. Fresta þurfti samræmdu prófi í ensku hjá 9. bekkingum í dag, líkt og íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudaginn, vegna tæknilegra örðugleika. Tæpum helmingi nemenda tókst þó að ljúka prófinu í morgun en óljóst er ennþá hvenær og með hvaða hætti prófin verða lögð fyrir aftur. Samræmt próf í stærðfræði sem fram fór í gær, gekk þó vandræðalaust fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, harmar uppákomuna. „Það er óviðunandi að nemendur þurfi að þreyta prófið við þessar kringumstæður og nú skiptir máli að huga að nemendum, upplýsa þá vel um þetta,“ segir Arnór, í samtali við Stöð 2. Bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, sem hefur umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðist afsökunar vegna vandamálsins sem upp kom í kerfinu. „Þeir sögðu hjá Assessment Systems, sem að reka prófakerfið, að þeir væru klárir með allt og stærðfræðin gekk vel á fimmtudaginn en síðan komu upp svipuð vandamál aftur,“ segir Arnór. Menntamálastofnun birti reglulega uppfærslur á Facebook um gang mála í morgun þar sem kennarar, skólastjórnendur og foreldrar lýstu yfir mikilli óánægju með framkvæmdina. Nemendur í Grenivíkurskóla brugðu á það ráð að grípa í spil meðan þeir biðu eftir að geta tekið prófið, en allt kom fyrir ekki. Stuttu síðar barst tilkynning um að prófinu yrði frestað. Þetta er í fjórða sinn sem prófin eru keyrð með sama hætti en þó ekki í fyrsta sinn sem tæknilegir örðugleikar koma upp. Það kemur nú fyllilega til greina að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið sem hljóðar upp á nokkrar milljónir á ári. „Við munum íhuga okkar stöðu mjög vel hvaðþetta varðar,“ segir Arnór. Spurður hvort til greina komi að fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu segir hann það koma til greina.„Ég held aðþað sé eitt af því sem við munum íhuga.“ Arnór hefur verið boðaður á fund allsherjar og menntamálanefndar á mánudaginn ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins til að ræða framkvæmd prófanna. Þrátt fyrir vandræðaganginn segir Arnór rafræna framkvæmd prófanna hafa sína kosti og ólíklegt sé að horfið verði til hefðbundinna prófa á pappír. Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Forstjóri Menntamálstofnunar segir til skoðunar að rifta samningi við erlent fyrirtæki sem rekur kerfi sem notað er við framkvæmd samræmdra prófa og krefjast skaðabóta. Í dag þurfti að fresta samræmdu prófi í ensku en þetta er í annað sinn í þessari viku sem slíkt gerist vegna bilana í kerfinu. Fresta þurfti samræmdu prófi í ensku hjá 9. bekkingum í dag, líkt og íslenskuprófinu sem lagt var fyrir á miðvikudaginn, vegna tæknilegra örðugleika. Tæpum helmingi nemenda tókst þó að ljúka prófinu í morgun en óljóst er ennþá hvenær og með hvaða hætti prófin verða lögð fyrir aftur. Samræmt próf í stærðfræði sem fram fór í gær, gekk þó vandræðalaust fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, harmar uppákomuna. „Það er óviðunandi að nemendur þurfi að þreyta prófið við þessar kringumstæður og nú skiptir máli að huga að nemendum, upplýsa þá vel um þetta,“ segir Arnór, í samtali við Stöð 2. Bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, sem hefur umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðist afsökunar vegna vandamálsins sem upp kom í kerfinu. „Þeir sögðu hjá Assessment Systems, sem að reka prófakerfið, að þeir væru klárir með allt og stærðfræðin gekk vel á fimmtudaginn en síðan komu upp svipuð vandamál aftur,“ segir Arnór. Menntamálastofnun birti reglulega uppfærslur á Facebook um gang mála í morgun þar sem kennarar, skólastjórnendur og foreldrar lýstu yfir mikilli óánægju með framkvæmdina. Nemendur í Grenivíkurskóla brugðu á það ráð að grípa í spil meðan þeir biðu eftir að geta tekið prófið, en allt kom fyrir ekki. Stuttu síðar barst tilkynning um að prófinu yrði frestað. Þetta er í fjórða sinn sem prófin eru keyrð með sama hætti en þó ekki í fyrsta sinn sem tæknilegir örðugleikar koma upp. Það kemur nú fyllilega til greina að rifta þjónustusamningi við fyrirtækið sem hljóðar upp á nokkrar milljónir á ári. „Við munum íhuga okkar stöðu mjög vel hvaðþetta varðar,“ segir Arnór. Spurður hvort til greina komi að fara fram á skaðabætur frá fyrirtækinu segir hann það koma til greina.„Ég held aðþað sé eitt af því sem við munum íhuga.“ Arnór hefur verið boðaður á fund allsherjar og menntamálanefndar á mánudaginn ásamt starfsmönnum menntamálaráðuneytisins til að ræða framkvæmd prófanna. Þrátt fyrir vandræðaganginn segir Arnór rafræna framkvæmd prófanna hafa sína kosti og ólíklegt sé að horfið verði til hefðbundinna prófa á pappír.
Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 8. mars 2018 19:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24