Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2018 21:09 Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverði sem féllust í faðma fyrir utan Shooteers í kvöld. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16