Dyraverðir vilja öruggara starfsumhverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 19:29 Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16