Eins dags vinnuhópur á að skila tillögum til úrbóta Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 21:23 Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira