Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 21:00 Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún. Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30