Aftur í óvissuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 06:30 Didar Farid Kareem, Mardin Azeez Mohammed og hinn þriggja ára gamli Darin Mardin Azeez. Fjölskyldan kann vel við sig á Akureyri. Mardin og Didar vona að þau fái að starfa þar sem dýralæknar. Fréttablaðið/Ernir Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira