Innlent

„Við ætlum bara að grípa þá“

Birgir Olgeirsson skrifar
Inngangur að versluninni varð fyrir stórskemmdum í þessum innbroti.
Inngangur að versluninni varð fyrir stórskemmdum í þessum innbroti. visir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja þjófa sem brutust inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í síðasta mánuði. Þjófarnir bökkuðu Hyundai bifreið á inngang verslunarinnar, hlupu síðan inn í verslunina og höfðu á brott kynlífsdúkku, titrara og sleipiefni

Bifreiðin fannst síðar sama dag í stæði við Glæsibæ. Þjófarnir höfðu skilið eftir hluta af þýfinu í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna. 

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi að leitin standi yfir en lögreglan telur þjófana enn á landinu. 

„Við ætlum bara að grípa þá,“ segir Guðmundur Páll og segir lögreglu langt því frá búna að gefast upp á leitinni. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.