Hödd sýnir áhorfendum heimili sitt í Heimsókn á Stöð 2 annað kvöld.
„Já, ég fékk að ráða öllu í ferlinu og notaði engan hönnuð eða arkitekt,“ segir smekkkonan Hödd Vilhjálmsdóttir sem er næsti viðmælandi Sindra Sindrasonar í þættinum Heimsókn á Stöð 2 annað kvöld.
Hún keypti ásamt sambýlismanni sínum fokhelt raðhús í Garðabæ og gerði það stórglæsilegt á mettíma.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti morgundagsins en hann hefst klukkan 20:20.