Segir mikinn skort á sjúkraliðum: „Heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 20:30 Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira