Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur.
Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni.
Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur.
„Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.
Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína
Við þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna.
„Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“
Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR
— Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018