Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. janúar 2018 20:30 Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Sjá meira
Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Sjá meira