Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 15:56 Tjónið er tilfinnanlegt en ekki bara er pelsinn verðmætur sem slíkur heldur hvarf með honum sími og hús- og bíllyklar. Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar. Lögreglumál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar.
Lögreglumál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira