Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Fálkinn seldist á jafnvirði 200 þúsund króna. „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
„Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00